Skip to main content

Vefumsjónarkerfi

WordPress er vinsælasta vefumsjónarkerfi í heimi

Allra Átta sérhæfir sig í WordPress vefsíðugerð en WordPress er langvinsælasta og mest notaða vefumsjónarkerfi í heiminum í dag. Kerfið býður upp á endalausa möguleika þegar kemur að viðmóti, virkni og hönnun.

30% af öllum vefsvæðum heimsins

WordPress hefur hlotið fjöldann allan af viðurkenningum og verðlaunum. WordPress er í dag notað til að ritstýra tæplega 30% af öllum vefsvæðum heimsins svo að það er sterkur kostur þegar kemur að vali á vefumsjónarkerfi.

Tölfræði um vinsældir WordPress

Allra Átta notar WordPress við vefsíðugerð

Við höfum einnig áralanga reynnslu af að vinna með og þjónusta ýmiss önnur vefumsýslukerfi. Til dæmis um önnur vefkerfi sem við þjónustum eru: A8-CMS, AT-CMS, Cs-Cart, Joomla og Silverstripe )

Fullkomið vefumsjónarkerfi

Eitt mikilvægasta skrefið við að setja upp og viðhalda góðri vefsíðu er að velja notendavænt og öflugt vefumsjónarkerfi. WordPress er það vefumsjónarkerfi sem við notum fyrir alla viðskiptavini okkar. Vefsíðugerð hefst með vali á réttu vefumsjónarkerfi.

Notendavænt viðmót

Öllu máli skiptir, þegar vefsíðan þín er komin í loftið og þú byrjar að vinna í vefnum, að auðvelt og fljótlegt sé að vinna í og uppfæra vefsíðuna. Eins skiptir mikilu máli að hafa marga möguleika, en þar skarar WordPress fram úr flestum ef ekki öllum samkeppnisaðilum.

Google elskar WordPress

WordPress vefumsjónarkerfi virkar frábærlega fyrir leitarvélar eins og Google. Segja má að Google elski WordPress því að síðustu ár hefur gríðarlega mikil vinna verið lögð í að gera vefumsjónarkerfið eins leitarvélavænt og kostur er.

Vertu þinn eigin vefstjóri

Allir geta verið sammála um að vefsíður eru andlit fyrirtækja og eitt öflugasta, ef ekki öflugasta, markaðsvopn á markaðnum í dag. Með WordPress-vefumsjón getur þú verið þinn eigin vefstjóri og stjórnað innihaldi vefsins. Þannig getur þú sparað peninga og þarft síður að borga fyrir vefþjónustu.

Opinn hugbúnaður

WordPress er opinn hugbúnaður sem þýðir að það kostar ekkert að nota hann. Það kostar hinsvegar alltaf eitthvað að hýsa vefsíður og eins er hægt að kaupa ýmsa þjónustu og vinnu við forritun og hönnun inn í WordPress.

Endalausir möguleikar

Með WordPress getum við smíðað vefi með nánast endalausum möguleikum. Allra Átta sérhæfir sig í WordPress vefsíðugerð en við höfum smíðað meira en 100 WordPress vefsíður síðustu 2 árin. Við mælum eindregið með WordPress fyrir þína vefsíðu þar sem vefumsjónarkerfið býður upp á nánast endalausa möguleika.

Meira en 40.000 viðbótarkerfi

Já, þú lest þetta rétt! Það eru í boði meira en 40.000 kerfisviðbætur fyrir WordPress. Og þá erum við bara að tala um þær viðbætur sem eru í boði og aðgengilegar, beint inn í bakenda WordPress. Þú einfaldlega velur og smellir á „Virkja“ og þá er viðbótarkerfið komið inn.

Það er hætt við að þú verðir eins og krakki í nammibúð þegar þú sérð allt úrvalið 🙂

Grunnvirkni WordPress

  • Síðukerfi | Fullkomið síðukerfi með flokkunarmöguleika
  • Fréttakerfi | Fullkomið fréttakerfi með flokkunarmöguleika
  • Skráarstjóri | Notendavænn skráarstjóri fyrir ljósmyndir, skjöl, myndbönd o.fl.
  • Aðgangsstýring | Fullkomin aðgangnsstýring og hægt að takmarka aðgang notenda

Nýjungar og uppfærslur

WordPress vefumsjón er hannað með einfaldleika og skilvirkni að leiðarljósi og er kerfið í stöðugri uppfærslu og þróun.  Á hverju ári gefur WordPress út fjölan allan af upfærslum á vefumsjónarkerfinu eins og öryggisuppfærslur, sem halda vefkerfinu eins öruggu og kostur er.

4 Augljósir kostir WordPress

 Vinsælasta  vefumsjónarkerfi í heimi

 Notendavænt kerfi sem hentar flestum

 Leitarvélavænt kerfi sem Google elskar

 Snjallvæn vefumsjón fyrir snjallvæna vefi