Auglýsingar á netinu

Auglýsingar á netinu

Helstu auglýsingaleiðir á netinu í dag eru vefborðar, Google AdWords og síður samfélagsmiðla. Þau fyrirtæki sem hafa tileinkað sér netið sem auglýsingamiðli eru mörg hver að fá miklu betri yfirsýn yfir sína markaðsmál og árangur þeirra.

Mælanlegur árangur

Í dag eru fyrirtæki að auka sölu og viðskiptavild með auglýsingum á netinu. Þegar auglýst er með netmiðlum er árangurinn mælanlegur. Það sést hversu margir sjá auglýsinguna, hversu margir smella og hversu margir verða að raunverulegum sölutækifærum og að lokum viðskiptavinum.

Vefborðar

Allra Átta býður upp á vefborðahönnun, ráðgjöf um hvaða miðla eigi að nota og aðstoð við gerð birtingaráætlana. Á meðan á birtingu stendur mælum við árangurinn og nýtum okkur niðurstöður í áframhaldandi markaðsstarfi. Þannig hjálpum við þér að loka hringnum og búa til stöðugan sýnileika fyrir fyrirtækið.

Google AdWords

Google AdWords auglýsingar birtast með leitarniðurstöðum. Ef þú er t.d. að selja snyrtivörur getur þú keypt auglýsingu þegar orðið “naglalakk” er slegið inn í Google leitarvélina. Ef viðkomandi smellir svo á auglýsinguna getur þú veitt honum upplýsingar um vörun og tækifæri til að kaupa. Þannig nær þitt fyrirtæki til væntanlegra viðskiptavina á þeim tímapunkti sem hann er að leita að þeim vörum og þjónustu sem þú býður upp á.

Auglýsingar á Facebook

Facebook er einn af mörgum samfélagsmiðlum sem má nota til þess að ná til markhópa. Facebook safnar mjög góðum upplýsingum um viðskiptavinina sína t.d. aldur, kyn, búsetu og áhugamál. Þú getur síðan beint auglýsingunum að þeim hópum sem eru líklegastir til að vilja þær vörur og þjónustu sem fyrirtækið þitt er að bjóða.