Google AdWords

Google AdWords

Google AdWords er fyrsti kostur margra fyrirtækja til þess að koma sér á framfæri. Þetta er hagkvæm leið til að ná sýnileika hjá vandlega völdum markhópi. Niðurstöður markaðsaðgerða á Google AdWords eru mælanlegar og því gott að þróa og aðlaga auglýsingaherferðir á þessum miðli.

Vertu þar sem leitað er að þér

Ef þú ert að selja “barnavörur” getur þá á einfaldan hátt náð til allra sem eru að “gúggla” þetta orð. Þú getur líka verið enn nákvæmari og náð til þeirra sem “gúggla” snuð, smekki og barnabílstóla. Með því að skilgreina og lista upp þau orð sem tengja þína starfsemi við viðskiptavinina má ná fram markaðsmiðun sem eiga sér enga samsvörun í öðrum auglýsingakostum.

Auglýstu heimasíðuna

Góð vefsíða fyrirtækis er án efa hagkvæmasti auglýsingakostur þess, en þá þarf hún að vera sýnileg á leitarvélum svo netverjar finni hana og leiti þangað eftir upplýsingum.

Stúkusæti á veraldarvefnum

Með því að kaupa sér stúkusæti (eða „kostaða tengla“) geta fyrirtæki hlotið sýnileika, sem þau hefðu hugsanlega aldrei annars náð. Það besta við þetta fyrirkomulag er, að kostnaðurinn fer eftir árangrinum, þannig að fyrirtækið greiðir aðeins fyrir fjölda heimsókna, sem vefsíða þess fær frá auglýsingunni (Pay-per-click).

Einn öflugast miðillinn fyrir auglýsingar á netinu í dag er Google leitarvélin. Með auglýsingum við leitarniðurstöður má kaupa sér forskot á samkeppnina.