Google analytics

Hvað kom margir á vefsíðuna þína?

Hvað gera þeir á vefsíðunni?

Google Analytics er eitt öflugast vefgreiningartækið sem völ er á. Allra Átta býður þér að vakta heimasíðurnar þínar og greina heimsóknir og hegðun með Google Analytics. Út frá mælingunum greinum við síðan tækifæri til að ná fram enn öflugri markaðssetningu á netinu.

Mánaðarlega vöktun og mælingar með Google Analytics

Með því að skoða reglulega upplýsingarnar úr kerfinu má greina tækifæri og finna hvar megi bæta heimasíðu. Með vöktun Allra Átta  færðu mánaðarlega skýrslu sem skiptist í eftirfarandi kafla:

  • Heimsóknir: helstu tölur um heimsóknir á síðuna.
  • Hegðun: Flóttastuðull og aðrar lykiltölur.
  • Leitarvélabestun: Lendingarsíður og uppruni heimsókna og á hvaða leitarorðum.
  • Notkun forsíðu: Hvar er smellt og hvar ekki.
  • Tillögur: Listi yfir mögulegar breytingar.

Verktrygging

Allra Átta býður upp á verktryggingu sem er samningur um mánaðarlegar uppfærslur á heimasíðunni. Þessar uppfærslur eru unnar á grundvelli vöktunar með Google Analytics. Viðskiptavinurinn fær þá verkskýrslu í hverjum mánuði þar sem fram kemur yfirlit yfir breytingarnar.