Grafísk hönnun

Grafísk hönnun fyrir stafræna miðla

Allra Átta sérhæfir sig í stafrænni markaðssetningu og nýtir sér bæði forhannaðar og sérhannaðar lausnir til þess að þjónusta þig sem allra best.

Lógó og vörumerki

Lógó fyrirtækis er yfirleitt hjartans mál og endurspegla ímynd, gildi og fyrirtækjamenningu þess. Mörg fyrirtæki eru einnig með sér vörumerki fyrir einstakar vörur eða þjónustu. Þessi vörumerki verða að endurspegla það sem fyrirtækið stendur fyrir, vörueinkenni og vera því til sóma. Allra Átta hefur nálægt áratugs reynslu í hönnun vörumerkja og er auk þess með samstarf við vörumerkjabanka. Oft eru þeir hagkvæm leið til að finna og aðlaga vörumerki að ímynd fyrirtækis.

Sérhannaðar vefsíður

Viltu skapa þér flotta ímynd og styrkja þína sérstöðu með glæsilegri, sérhannaðri vefsíðu? Mörg kröfuhörð fyrirtæki kjósa að láta hanna sína heimasíðu frá grunni þar sem tekið er mið af ímyndinni, vörumerkjum , miklum kröfum til markaðssetningar og háum gæðastuðli.  Dæmi um sérhannaðar síður Allra Átta hefur hannað eru:

  • www.cintamani.is
  • www.domusdentis.is
  • www.alvin.is
  • www.bruen.is
  • www.zo-on.is
  • www.sportis.is
  • www.bodleid.is
  • www.hotelborg.is

Vefborðar fyrir netmiðla

Til að vekja athygli að því sem fyrirtækið þitt býður upp á má nýta miðla eins og mbl.is og siggalund.is. Þar má kaupa auglýsingapláss og koma fyrir vefborða sem vísar á vörur og þjónustu þíns fyrirtækis. Sem hluti af markaðssókn getur Allra Átta hannað slíka borði og skipulagt markaðssóknina.