Markaðssetning á netinu

Greining

Stöðugreining er grunnurinn að markvissri markaðssetningu

Greining

Sérfræðingar Allra Átta greina stöðuna á vefnum þínum og nota til þess ýmis verkfæri. Mikilvægt er að greina heimsóknir inn á vefsvæðið, hvaðan þær koma, hegðun gesta inn á vefnum, brottfallshlutfall af forsíðu, viðmót, vefhönnun, hvata til aðgerða ofl og aðra ytri markaðssetningu svo sem Facebook og Youtube áður en farið er í vefsíðugerð/heimasíðugerð.

Stöðugreining hjálpar okkur að meta hvort nauðsynlegt sé að grípa til frekari ráðstafana og eða breytinga á vefnum í heild sinni eða hluta.

Þannig er hægt að setja sér mælanleg markmið vakta vefina og fylgjast með hvort fylgi settum mælikvörðum og markmiðum.

Ef stöðugreining vefsíðu gefur til kynna að eitthvað sé í ólagi, þarf gjarnan að skoða vefsvæðið og jafnvel nýta notendaprófanir til að kanna raunverulega virkni vefsins.

Fagleg vefgreining í upphafi er ávísun á árangur í framtíðinni!

Ráðgjöf

Við veitum fyrirtækjum sérhæfða vef- og netmarkaðsráðgjöf

Ráðgjöf

Ráðgjafar Allra Átta hafa veitt meira en 800 fyrirtækjum ráðgjöf á Netinu síðustu níu árin. Netráðgjöf er eitthvað sem öll fyrirtæki, stór og smá, eiga að nýta sér. Vefsíðugerð/heimasíðugerð hefur verið okkar ástríða og meira en 1000 ánægðir viðskiptavinir eru staðfesting á því að við erum á réttri leið.

Við hlustum, skoðum, greinum og veitum að lokum faglega ráðgjöf um alla helstu þætti markaðssetningar á Netinu.

Við vitum ekki allt, og þar sem við erum ekki sérfróðir vinnum við með samstarfsaðilum sem gera okkur mögulegt að veita yfirgripsmikla markaðsráðgjöf.

 

Við veitum m.a. ráðgjöf vegna

 • Uppsetningar og viðhalds vefsvæða
 • Auglýsingaherferðar á Netinu (Google Adwords)
 • Vals á vefumsjónarkerfi
 • Rafrænnar póstlistaherferðar

Áætlun

Markaðsáætlun á netinu eykur yfirsýn og veitir þér forskot

Áætlun

Að gera áætlun og móta stefnu á Netinu er eins mikilvægt og að fá arkitekt til að teikna og skipuleggja byggingu á húsi áður en hafist er handa.

Við hjálpum fyrirækjum að marka sér stefnu á Netinu, setja raunhæfa mælikvarða, setja sér markmið með vefsíðu og markaðssetningu á Netinu.

Í upphafi skyldi endinn skoða og það á sérstaklega vel við um stefnumótun og áætlunargerð á netinu.

Við aðstoðum fyrirtæki í stefnumótun og áætlunargerð á Netinu. Við skoðum með þér hluti eins og markmið, markhópa, vöruframboð, samkeppni, tækifæri, ógnanir, sérstöðu. Við notum til þess viðurkennd greiningartól eins og VRIO & SVÓT.

“If you fail to plan, your planing to fail!”

Google Analytics

Fullkomið vefgreiningartæki sem greinir bæði hegðun og heimsóknir

Google Analytics

Með Google Analytics getum við meðal annars greint

 • Fjölda heimsókna á vefsíðu
 • Hversu lengi notendur skoða vefinn
 • Hvaða efni og síður notendur skoða
 • Hvaðan notendur koma inn á síðuna
 • Hvert notendur fara næst
 • Flóttastuðul á vefsvæði

Greining á ofantöldum atriðum gefur okkur góða mynd af því hvernig notendur nota vefinn þinn, hvaðan þeir koma og hvert þeir fara.

Einnig getum við séð myndrænt á hvað er smellt, td. á forsíðu og þannig getum við unnið markvisst í að gera vefsíður notendavænni og auka þannig verðmætasköpun.

Við bjóðum upp á þjónustu sem við köllum Árangursvöktun, en þá notum við einmitt Google Analytics við að greina vefsvæðið reglulega. Í framhaldi getum við ráðlagt þér hvaða aðgerðir skila mestum árangri á þinni vefsíðu með markaðssetningu á Netinu.

Google Adwords

Með Google Adwords hjálpum við þér að auglýsa vefsíðuna á Google

Google Adwords

Google Adwords auglýsingar eru ein hagkvæmasta og skilvirkasta leiðin til að auglýsa þína þjónustu og vörur á Netinu, gegnum heimasíðuna þína.

Allra Átta veitir Google Adwords ráðgjöf, þjónustar og hjálpar fyrirtækjum að ná meiri árangri í auglýsingum og sölu á Netinu. Það er ekki nóg að geta boðið upp á vefsíðugerð/heimasíðugerð, hjá okkur færðu markaðssetningu á netinu.

Google Adwords er hagkvæmur kostur sem æ fleiri fyrirtæki eru farin að nýta sér til að laða að nýja viðskiptavini.

Einn af  kostum Adwordsauglýsinga er að þú greiðir ekkert fyrir að fá þínar auglýsingar birtar í leitarvél Google.

Þú greiðir aðeins þegar smellt er á þína auglýsingu.. “Pay per click” og þannig greiðir þú aðeins fyrir alvöru heimsóknir inn á vefsvæðið þitt.

Rannsóknir benda til þess að um 70% þeirra sem kaupa í gegnum netið noti leitarvélar til að afla sér upplýsinga áður en gengið er frá kaupum.

Google Network (ADS)

Með Google Display Network getum við auglýst á milljónum vefsíðna

Google Google Network ADS

Google Display Network er ein öflugasta og hagkvæmasta leiðin við að auglýsa banner auglýsingar og þannig heimasíðuna þína.

Google Display Network nær til yfir 80% allra netverja og því full ástæða til að nýta sér þetta alheims auglýsinganet.

Kostir þess að nota Google Display Network eru

 • Auðvelt að auglýsa á heimsvísu
 • Þú auglýsir á þúsundum vefsíðna
 • Hagkvæmni í tíðni birtinga
 • Við getum valið á hvaða vefmiðlum auglýsingarnar birtast
 • Auðvelt að velja hvenær sólahrings auglýsingarnar birtast
 • Möguleiki að nota JPG, Flash og vídeó auglýsingar
 • Hægt að velja hvort greitt er fyrir birtingar eða smelli
 • Styrkir herferðir á öðrum miðlum ef keyrt er samhliða

Auglýsingarnar þínar, á milljónum vefsvæða, um heim allann!

Samfélagsmiðlar

Auglýstu þar sem fólkið er, Auglýstu á samfélagsmiðlum

Social Media

Samfélagsmiðlar eru í dag stór hluti af daglegu lífi hjá milljónum manna um heim allan og ekkert lát er á vinsældum þessara miðla.

Facebook, Twitter, LinkedIn, Pintrest, MySpace, Google Plus+,  DeviantArt, LiveJournal, Tagged, Orkut ofl ofl.. eru allt vinsælir samfélagsmiðlar um heim allan.

Facebook er í dag langvinsælasti samfélagsmiðillinn á Íslandi og á honum eru gríðarleg tækifæri til auglýsinga.

Á Facebook eru ýmis tækifæri til markaðssetningar, svo sem að setja upp vandaða fyrirtækjasíðu, reglulegar uppfærslur, auglýsingaherferð, netverslun á Facebook og margt annað.

Nokkrar staðreyndir um Facebook á Íslandi…

 • 71,8% Íslendinga er á Facebook (apríl 2013)
 • Fjöldi íslenskra notenda á Facebook er 221.980 (apríl 2013)
 • 2.580 nýir íslenskir notendur skráðu sig á Facebook (bara síðustu 6 mánuðina)
 • 52% notenda á Íslandi eru konur og 48% eru karlmenn
 • Stærsti aldurshópurinn á Facebook er á aldrinum 25-34 ára (samtals 47.200 manns)

Nýttu þér  vinsældir Facebook og auglýstu þar sem 71,8% íslendinga er!

Auglýsingaborðar

Við veitum ráðgjöf og aðstoðum við hönnun auglýsingaborða

Auglýsingaborðar

Staðsetning auglýsingaborða ( banner ) skiptir mestu máli þegar kemur að því að meta verðmæti þeirra.

Því þarf að vanda vel til verka til að hámarka líkurnar á því að neytendur sjái auglýsinguna þína á Netinu.

Við setjum upp birtingaráætlun þar sem við notumst við alla þá miðla sem við vitum að virka.

Við finnum gjarnan og bendum þér á minni og oft á tíðum mun hagkvæmari miðla sem geta skilað þér mörgum og góðum birtingum á þínum borðum.

Góð hönnun á banner getur hjálpað þínu fyrirtæki að kynna betur vörur og þjónustu á netinu.

Fagleg hönnun á auglýsingaborðum getur skilið á milli þeirra vefsíðna sem er smellt á og þeirra sem enginn lítur við.

Það kostar háar fjárhæðir að auglýsa stóra borða og sérstaklega ef um langt tímabil er að ræða.

Góð hönnun á banner getur skipt sköpum fyrir þína markaðsherferð á Netinu.

Leitaðu ráða hjá sérfræðingum á þessu sviði.

Rafræn fréttabréf

Rafræn fréttabréf getur verið eitt öflugasta markaðsvopnið þitt

Rafræn Fréttabréf

Með vönduðu og vel skipulögðu fréttabréfi getur þú stórbætt samband þitt við þinn markhóp og þína viðskiptavini.

Staðgreyndin er sú að fyrirtæki hafa oft safnað að sér löngum listum af netföngum en enginn kann eða hefur tíma eða þekkingu til að nýta þennan verðmæta lista.

Við getum hjálpað þér að setja upp póstlistann, velja með þér fréttabréfskerfi sem hentar og skipuleggja svo markaðssókn þína næstu mánuðina.

Við höfum td. notað fréttabréf frá MailChimp og MailPoet fyrir WordPress með mjög góðum árangri og geta kerfin greint hvað verður um póstinn sem er sendur. Vefsíðugerð / heimasíðugerð rennur sem blóð í okkar æðum 🙂

MailChimp og Campaign geta greint hverjir opna póstinn, hversu hátt hlutfall opnar hann ekki, hverjir skoða viðhengi o.s.frv.

Notaðu eitt öflugasta markaðstæki í rafrænni markaðssetningu og sendu rafræn fréttabréf reglulega á þinn markhóp.

 

 

Markviss og mælanleg markaðssetning á netinu