Netverslun

Þarfagreining & Stefnumótun

Þarfagreining fyrir netverslun er einn mikilvægasti þátturinn við að setja netverslun upp. Hvað á að vera á síðunni? og hvernig verða vörurnar seldar eru spurningar sem þarf greina og svara.

Allra Átta tekur að sér að þarfagreina netverslunarverkefni og aðstoða eigendurna við að móta stefnu. Fyrir utan það að þarfagreina þá vefi sem við smíðum bjóðum við einnig upp á hlutlaust mat og greiningu fyirir önnur fyrirtæki.

Meðal þess sem þarfagreining felur í sér

 • Markmið skilgreind í upphafi
 • Fundir og samskipti við verkkaupa
 • Skýrsla afhent (PDF)
 • Samskipti við þriðja aðila
 • Aðstoð við val á kerfislausnum
 • Rannsókn á utanaðkomandi kerfum
 • Teikning af vefsniði (wireframe/HTML)
 • Viðmótsráðgjöf (boð og bönn)
 • Skipulagning veftrés

 

Netverslunarkerfi

Allar Átta býður fullkomin netverslunarkerfi sem nýta nýjustu tækni. Kerfin bjóða upp á fjölmarga möguleika svo sem sölu varnings til annara landa (multi language), Valitor greiðslugátt og sjálfvirka tenginu við Póstinn.

Á síðustu árum hefur orðið bylting í netverslun á Íslandi. Sífellt fleiri fyrirtæki hafa sett upp netverslanir á vefsíðum sínum, þar sem notendur geta bæði skoðað vöruúrvalið og fest kaup á varningi með öruggum, einföldum og þægilegum hætti.

Flest vefverslunarkerfi eru grundvölluð á sömu þáttum og ærir það óstöðugan að telja þá alla upp hér. En í meginatriðum er framvindan sú, að gestir vefsíðunnar fá ítarlegar upplýsingar um vöruúrval og verð, ásamt tækifæri til að kaupa ákveðna vöru og fá hana senda heim til sín eða í næsta pósthús.

Það sem greinir á milli einstakra vefverslunarkerfa er hvaða viðbætur hvert kerfi býr yfir og hvernig hægt er að aðlaga það þörfum einstakra viðskiptavina. Þess vegna bjóðum við upp á þrjú mismunadi kerfi.

Þau netverslunarkerfi sem við höfum notað hvað mest síðustu árin, með mjög góðum árangri, eru eftirfarandi ..

 • Cs-Cart ( Mjög stór og fullkomin netverslun sem nentar sérstaklega vel fyrir stærri fyrirtæki sem gera miklar kröfur )
 • WooCommerce ( Mjög flott kerfi sem er sérsmíðað fyrir WordPress og hentar því einstaklega vel með því kerfi )

 

Útlit og Viðmót

Við hönnun gjarnan vefsvæði frá grunni, hvort heldur sem er viðmótshönnun eða grafísk vefhönnun. Við vinnum ýmist með okkar hönnuðum og eða í samvinnu við aðra hönnuði og auglýsingastofur. Einnig höfum við unnið í verkefnum þar sem viðskiptavinurinn sjálfur hefur valið hönnuð til verksins.

Við höfum áralanga reynslu við hönnun notenda- og vefviðmóta en skipulag vefsvæða ræður miklu um það hversu auðveldlega notandinn finnur það sem hann leitar að. Góðir vefir eru í senn notendavænir og flottir. Það hefur einnig færst í aukana að útlit og viðmót sé hannað fyrir “Mobile” tæki, svo sem snjallsíma (farsíma eins og iPhone), spjaldtölvur (eins og iPad ) og fartölvur ( PC/MAC ).

Við nálgumst hvert verkefni með óskir viðskiptavinar og þarfir notenda í huga. Við veitum einnig ráðgjöf við hönnun auglýsingaherferða fyrir Netið, bæði bannera (auglýsingaborða) og Google Adwords auglýsinga.

 

Örugg greiðslusíða

Söluaðilar sem nýtir sér örugga greiðslusíðu, tengda við netverslun, þurfa hvorki að taka við né geyma kortanúmer viðskiptavina sinna sem er stór kostur fram yfir svokallaðar “greiðslugáttir” sem eru einnit í boði en kosta mun meira og eru flóknari í uppsetningu.

Örugg greiðslusíða tryggir að kortaupplýsingar viðskiptavina vefverslana séu meðhöndlaðar í PCI vottuðu og dulkóðuðu umhverfi. Upplýsingar sem fara í gegnum örugga kortasíðu eru aldrei aðgengilegar þriðja aðila.

Við höfum smíðað tengingar á öruggum greiðslusíðu við netverslunarkerfi eins og Cs-Cart og WordPress og höfum tengt þessar netverslanir við þjónustuaðila eins og Valitor, Korta, Borgun, Dalpay ofl.