Um okkur

Hver erum við?

Við erum hópur sérfræðinga á netinu

Hver erum við

  • Jón Trausti Snorrason | Ráðgjöf & verkefnastjórn | Netfang: trausti@8.is
  • Anna Soffía R. Sigurðardóttir | Fjármálastjórn & bókhald | Netfang: bokhald@8.is
  • Óðinn / Dmitrij | Kerfisstjórn & Forritun
  • Snorri G. Bergsson | Textahönnun & prófarkalestur
  • Simas / Anatolij og Co. | Forritun fyrir WordPress
  • Ildar / Stanislav / Irek / Alexander / Igor / Irina / Polina | Forritun fyrir Cs-Cart

Síðustu ár höfum við vaxið út fyrir landsteinana og í dag er stór hluti forritunar og hönnunar unninn erlendis. Teymi forritara og hönnuða eru staðsett í Hvíta Rússlandi, Litháen og Póllandi. Þau sérhæfa sig í forritun og hönnun fyrir SilverStripe, WordPress, A8-CMS, Cs-Cart & WooCommerce. WordPress Mobile vefsíðugerð/heimasíðugerð er okkar sérstaða, sem og markaðssetning á netinu og leitarvélabestun ( SEO ).

Hvað gerum við?

Veitum vefráðgjöf og smíðum WordPress snjallsíður. Leitavélabestun og sérhæfð WordPress vefhýsing

Hvað gerum við

Við veitum ráð, greinum þarfir, aðstoðum við stefnumótun, hönnun, forritun, hýsingu, leitarvélabestun og markaðssetningu á netinu fyrir millistór fyrirtæki á Íslandi.

Við notum til þess bestu mögulegu opin vefumsjónarkerfi eins og WordPress. Þegar kemur að vefsíðugerð/heimasíðugerð þá nýtum við okkur nýjustu tæknna og hýsum hraðvirka IBM vefþjóna. Hjá okkur færðu hagkvæmar WordPress veflausnir. Okkar markmið er þinn árangur á netinu!

Við trúum því að góður vefur innihaldi vandað efni, sé sýnilegur á leitarvélum og virki jafnt í farsímum, spjaldtölvum og fartölvum.

Hvernig vinnum við?

Við vinnum hratt, heiðarlega og bjóðum persónulega þjónustu

Hvernig vinnum við

Við trúum því að velgengni fyrirtækja sé fólgin í háu þjónustustigi, enda eru ánægðir viðskiptavinir og gott orðspor jafnan besta auglýsingin.

Með þessa þætti að leiðarljósi er þjónustustefna Allra Átta mótuð, en hún grundvallast á eftirfarandi markmiðum

 • Að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu
 • Að veita áreiðanlega, hraða og lipra þjónustu
 • Að hafa á að skipa vel menntað og hæft starfsfólk

Markmið okkar er að vera fremstir meðal jafningja og með það að leiðarljósi leggjum við okkur fram um, að bjóða viðskiptavinum persónulega og lipra þjónustu.

Við hjá Allra Átta bjóðum bæði einstaklingum og fyrirtækjum upp á veflausnir, sem eru í senn notendavænar og hagkvæmar í rekstri.

 

Gildi Allra Átta eru eftirfarandi

 • Jákvæðni
 • Traust
 • Sveigjanleiki

Allra Átta er lítið fjölskyldufyrirtæki sem leggur metnað sinn í að velja alltaf bestu veflausnir og veita faglega ráðgjöf. Starfsmenn sækja reglulega ráðstefnur í vefbransanum og sækja ýmis námskeið og halda sér þannig í fremstu röð.

Hvaðan komum við?

Allra Átta var stofnað árið 2004 af þeim Jóni Trausta og Sverri Má

Hvaðan komum við

Markmiðið var að þróa og hýsa vefi í vefumsjónarkerfi sem væri svo einfalt að læra á að mamma gæti lært á það á 10 mín. Það tókst og úr varð hið geysivinsæla og notendavæna vefumsjónarkerfi A8-CMS!

2004 | Fyrsta starfsárið hafði Allra Átta aðsetur í húsi Hönnunar að Grensásvegi 1, þar sem Mannvit hefur nú aðsetur. Þar reis fyrsta starfsstöðin í 12m2 skrifstofu sem rúmaði lítið meira en tvö skrifborð. eigendanna.

2005 | Allra Átta flutti af Grensásveginum og yfir í Síðumúla 1 í júní 2005. Þá urðu jafnframt margvísleg þáttaskil. Jón Trausti Snorrason keypti hlut félaga síns, Sverris Más og vöxtur fyrirtækisins krafðist stærra húsnæðis. Vorið 2006 var fyrirtækið búið að sprengja utan af sér húsnæðið.

2006 | Á annarri hæð að Skútuvogi 1e tóku starfsmenn Allra Átta upp úr kössunum í 180 m² glæsilegu húsnæði. Hið nýja húsnæði bauð upp á mörg ný tækifæri. Starfsmenn voru þar um 15 talsins.

2007 | Árið 2007 pökkuðu starfsmenn Allra Átta föggum sínum og héldu upp í Bolholt 4, í næsta hús við Kauphöll Íslands. Hið nýja aðsetur Alla Átta var á 2. hæð að Bolholti 4, 105 Reykjavík. Þaðan sést yfir Esjuna og umferðina á Laugaveginum.

2013 | Áramótin 2012-2013 var nú öllu pakkað að nýju og starfsemin flutti í stórglæsilegt húsnæði (2007 stíll) á annari hæð að Brautarholti 10. Það var á þessum stað, sem WordPress kom inn í okkar líf, og í dag notum við WordPress vefumsjónarkerfið fyrir alla okkar viðskiptavini.

2015 | Húsnæðið í Brautarholti var selt ofan af okkur og breytt í Hótel ( en ekki hvað ). Svo við ákváðum að sækja í okkar heimabæ, Hafnarfjörð. Fluttum í glæsilegt skrifstofuhúsnæði á 6. hæð í Norðurturni. Þar er skrifstofan okkar í dag og blómstrar fyrirtækið sem aldrei fyrr. Gaman er að segja frá því að á þessu ári (2015) sló fyrirtækið öll fyrri sölumet, velta og hagnaður Allra Átta er nú í hæstu hæðum. Fyrirtækið sérhæfir sig í leitarvélavænum WordPress vefsíðum, sem virka flott öllum helstu snjalltækjum.

Hvar erum við?

Höfuðstöðvar Allra Átta á eru staðsettar að Fjarðargötu 13-15, Fjörður – Norðurturn – 6. hæð

Hvernig bætum við samfélagið?

Við leggjum lóð okkar á vogarskálarnar, samfélaginu til heilla.

Starfsmenn Allra Átta eru meðvitaðir um mikilvægi þess að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og nýta þekkingu sína til að láta gott af sér leiða. Við erum samstilltur hópur og viljum af einlægum áhuga styrkja góð málefni.

Við höfum styrkt eftirfarandi félagasamtök með ýmsu móti

 • Samhjálp
 • ABC Barnahjálp
 • Liðsmenn Jerico
 • Mæðrastyrksnefnd
 • Geðhjálp
 • Nýttu Kraftinn
 • Sesel
 • Kolviður
 • Stjórnvísi
 • Fjölskylduhjálp Íslands
 • Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
 • Ladies Circle Ísland
 • Innerwheel
 • Navia
 • MFM Miðstöðin
 • SayNo
 • Múltí Kúltí
 • Jón Páll
 • Taflfélag Reykjavíkur
 • Samtök kvenna með endómetríósu
 • Göngum saman

 

Allra Átta er framsækið vefsíðufyrirtæki sem leggur áherslu á virðisaukandi veflausnir fyrir metnaðarfull fyrirtæki sem vilja ná meiri árangri á netinu.