Vefhönnun

Snjallvæn WordPress vefhönnun virkar betur á Google

Allra Átta hannar alla vefi með WordPress og með snjallsíma og spjaldtölvur í huga. Í dag sjáum við mikinn vöxt notenda sem nýta sér snjalltæki til að skoða vefi, og versla af gegnum þá vörur og þjónustu. Þekktustu verslunarvefir heims eru td. www.amazon.com og www.ebay.com.
Í dag verða allir vefir að virka vel á öllum helstu snjalltækjum, og í borðtölvum. Google hefur eins gefið það út, að allir vefir sem eru hannaðir og virka vel á snjalltækjum skora hærra og fá meira vægi í leitarniðurstöðum. Og í raun þá refsar Google þeim vefsvæðum sem eru ekki snjallvæn eða örugg með því að henda þeim neðar í leitinni, það þýðir færri heimsóknir og minni sala.

Vefsíðugerð með WordPress vefumsjónarkerfi

Allir vefir sem við hönnum og forritum keyra á vinsælasta vefumsjónarkerfi í heimi, WordPress.

Um vinsældir WordPress

WordPress er opinn hugbúnaður

WordPress er opið vefumsjónarkerfi og í stöðugri þróun. Uppfærslur eru tíðar, bæði öryggisuppfærslur sem og nýjungar sem gerir þetta vinsæla vefumsjónarkerfi að frábærum valkost. Vefumsjóarkerfið sjálft er frítt svo ekki þarf að greiða nein aðgangsgjöld að kerfinu sjálfu, þó svo hýsing á vefnum og vefkerfinu kosti eitthvað. WordPress er því klárlega mjög hagkvæmur kostur.

Hönnum vefi fyrir öll snjalltæki, lóðrétt og lárétt

Við hönnum alla vefi þannig að þeir eru “Responsive” og skala sig þannig og laga sig að skjáupplausn. Við hönnum vefi sem vita hvenær þeir eru skoðaðir í borðtölvu, spjaldtölvu og hvenær hann er skoðaður í sjallsíma. Þegar þú snýrð símanum þínum á hlið, þá lagar vefurinn sig að tækinu og breykkar til að mynda svæðið fyrir texta og myndir, þetta köllum við skölun. Einnig raða myndir og grafík sér eftir því hvernig þú heldur á viðkomandi snjallsíma eða spjaldtölvu.

Þú bætir ímynd þína með glæsilegri vefhönnun

Glæsileg vefhönnun hefur frá upphafi verið aðalsmerki Allra Átta en við höfum hannað meira en 1000 vefi síðan 2o04. Hjá fyrirtækinu starfa sérfræðingar í vefhönnun og vefforritun. Við erum hópur fagfólks sem byggir á reynslu og saman getum við hjálpað þér að styrkja ímynd þíns fyrirtækisins. Flottur vefur styrkir ímynd fyrirtækja og þar sem vefsíðan er andlit þíns fyrirtækis á netinu, þá er mikilvægt að upplifun viðskiptavina sem heimasækja vefinn þinn sé góð í alla staði.

Google elskar WordPress og við líka!