Veflausnir og vefsíðugerð

Þarfagreining fyrir vefsíðugerð

Með þarfagreiningu greinum við þarfir þínar, óskir og væntingar. Grunnur að góðri vefsíðugerð!

Þarfagreining - Vefsíðugerð - Heimasíðugerð

Alveg eins og smiðir sem ætla að smíða vandað hús, þá hefst ferlið með ítarlegri þarfagreiningu fyrir vefsíðugerð. Allra Átta tekur að sér að þarfagreina ýmiss verkefni fyrir heimasíðugerð ( vefsíðugerð ).

Vefráðgjöf, Vefsíðugerð, Leitarvélabestun, Markaðssetning á netinu og vefhýsing.

Fyrir utan að þarfagreina vefi sem við smíðum bjóðum við einnig upp á hlutlaust mat og greiningu fyrir önnur fyrirtæki. Þarfagreiningar geta verið misflóknar eftir eðli verkefna.

Þarfagreining fyrir einföld eða flókin verkefni

Ef verkefnið er einfalt getur þarfagreining falið í sér

 1. Val á síðusniði/”template”
 2. Gerð veftrés
 3. Val á myndum
 4. Skipulag Texta

Dæmi um verkliði í ítarlegri þarfgreiningu fyrir vefsíðugerð er

 1. Skilgreining markmiða (SMART)
 2. Ferlagreining og viðskiptamódel
 3. Greining á kerfisþörfum
 4. Lýsing á kerfum
 5. Samanburður á tilbúnum/sérsmíðuðum lausnum
 6. Skipulag veftrés
 7. Viðmótshönnun (Wireframe)
 8. Útboðslistar
 9. Útboðslýsing
 10. Kostnaðaráætlanir

Stefnumótun fyrir vefsíðugerð

Við hjálpum þér að móta stefnu í markaðssókn á netinu

Stefnumótun - Vefsíðugerð - Heimasíðugerð

Fyrir mörg fyrirtæki er vefurinn kjarninn í markaðsstarfi þess. Vinnsla hans er því kjörið tækifæri til þess að skilgreina stefnu í markaðsmálum. Þá spyrja menn sig spurninga eins og

 • Hver er stefna fyrirtækisins?
 • Hver er sérstaða okkar?
 • Hvar erum við í dag og hvert stefnum við?

Í upphafi skyldi endinn skoða

Stefnumótun er einn mikilvægasti þátturinn við að setja upp vandaða heimasíðu. Alveg eins og smiðir sem ætla að smíða vandað hús, þá hefst ferlið með ítarlegri stefnumótun og framkvæmdaáætlun.

Allra Átta aðstoðar fyrirtæki að móta stefnu á Netinu. Við mótum stefnuna með þér og setjum mikilvæga mælikvarða. Saman náum við árangri á netinu.

Meðal þess sem stefnumótun fyrir heimasíðugerð felur í sér er

 • Vöru- / þjónustugreining
 • Styrkleikagreining (SWOT/VRIO)
 • Mælikvarðar
 • Markaðsáætlun
 • Kostnaðaráætlun
 • Aðgerðaáætlun

Vefumsjónarkerfi

Gott vefumsjónarkerfi getur sparað þér tíma og peninga

Wordpress Vefumsjónarkerfi - Vefsíðugerð - Heimasíðugerð

Við bjóðum upp á og þjónustum vinsælu vefumsýslukerfin, WordPress og SilverStripe. WordPress er eitt vinsælasta og mest notaða vefumsjónarkerfi í heiminum í dag og Silver Stripe fyrsta val forritara fyrir flókin og sérhæfð vefverkefni vegna vandaðs “kóða” og öflugs stuðningsnets.

WordPress

WordPress hefur hlotið fjöldann allan af viðurkenningum og verðlaunum. WordPress er í dag notað til að ritstýra 18% af vefsvæðum heimsins.   Af þeim síðum sem nota vefumsjónakerfi er það með 55% markaðshlutdeild. Allra Átta notar WordPress í Vefsíðugerð ( Heimasíðgerð ). Helstu kostir þess eru

 • Mikið úrval tilbúinna lausna
 • Auðvelt að læra á og nota
 • Hár öryggisstuðull
 • Google fílar WordPress

Silver Stripe

SilverStripe er, eins og WordPress, “Open Source” hugbúnaður og var eftirminnilega notað á vefsíðu Obama þegar hann var fyrst kosinn sem forseti Bandaríkjanna. Kerfið er mjög notendavænt og hentar í öll stærri verkefni og er sérstaklega gott þegar vefsíðugerð er flókin og sértæk.

Tilbúin heimasíða

Tilbúin vefsíða er hagkvæmur kostur og getur sparað þér tíma

Tilbúin WordPress vefsíða - Vefsíðugerð - Heimasíðugerð

Framboð á tilbúnum veflausnum hefur aukist gríðarlega síðustu árin og þar kemur WordPress vefumsjónarkerfið gríðarlega sterkt inn með svokallaðar template síður sem hentar í flesta vefsíðugerð.

Þú færð mikið fyrir peninginn

Starfsmenn Allra Átta hafa talað fyrir því í mörg ár að sérsniðnir vefir séu betri kostur en staðlaðir vefir. það er ljóst að vel hannaðar og forritaðar vefsíður í WordPress spara pening. Við hjálpum þér að velja úr þúsundum vefsniða, þannig er vel mögulegt að ná jafn góðum eða  betri árangri í markaðssetningu á Netinu og sérsniðnum vefsíðum.

Allra Átta er í samstarfi við nokkur erlend fyrirtæki sem bjóða upp á vönduð síðusnið sem virka jafnt á tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum og henta í flesta vefsíðugerð.

2012 fór 13% af allri vefumferð í gegnum snjallsíma sem þýðir jafn mikla aukningu á sýnileika ef síðan virkar í snjallsíma.

Við val á tilbúinni vefsíðu skoðum við meðal annars

 • Hvort síðan sjáist í öllum tækjum; tölvu, spjaldtölvu og síma
 • Hvort síðusniðið henti því umhverfi sem fyrirtækið starfar í
 • Hvort auðvelt sé fyrir gesti að nota síðuna til að kaupa vöru og þjónustu
 • Hvort síðusniðinu fylgi kerfi sem bætir samkeppnisstöðu og einfaldar vinnu

Sérsniðin vefsíða

Viðmótshönnun og vefhönnun 100% í takt við þarfir og þema fyrirtækis

Vefhönnun - Sérsniðin vefsíða - Vefsíðugerð - Heimasíðugerð

Betri ímynd, aukin sala og hagræðing í rekstri eru þrír stærstu ávinningar þess að vera með góða sérhannaða heimasíðu.

Betri ímynd

Fagleg vefhönnun og árangursrík vefsíðugerð/heimasíðugerð hefur frá upphafi verið metnaðarmál Allra Átta.

Hjá fyrirtækinu starfa sérmenntaðir ráðgjafar með mikla reynslu, auk hæfileikaríkra forritara sem hanna þann vef sem getur styrkt ímynd fyrirtækisins.

Aukin sala

Með sérhannaðri síðu má útbúa sterka söluhvata og styrkja þannig söluferlið á vefnum.

Viðskiptavinir geta verslað á einfaldari hátt, bókað fundi og sótt upplýsingar sem sem hvetja til viðskipta.

Hagræðing í rekstri

Mörg fyrirtæki reiða sig á kerfi í sínum rekstri. Með því að tengja kerfin við vefsíðuna eða sérsmíða kerfi má ná fram hagræðingu í pöntunum viðskiptavina og áframhaldandi þjónustu við þá.

Við smíðum glæsilegar WordPress Mobile heimassíður fyrir stór og smá fyrirtæki

Netverslun

Mobile netverslun er nútíma sölumaður sem aldrei sefur

WooCommerce - Netverslun - Vefsíðugerð - Heimasíðugerð

Netverslunarkerfi bjóða upp á fjölmarga möguleika svo sem sölu varnings til annara landa, sölu á rafrænum vörum, tengingu við öruggar greiðslusíður (Paypal, Valitor, Korta, Borgun ofl. ) ásamt tengingar við sendingarleiðir ( Fedex og Pósturinn ). Vantar þig heimasíðugerð ( vefsíðugerð ) og Mobile netverslun?

Það sem greinir á milli einstakra vefverslunarkerfa er hvaða viðbætur hvert kerfi býr yfir og hvernig hægt er að aðlaga það þörfum einstakra viðskiptavina. Þess vegna bjóðum við upp á 2 ólíkar netverslanir.

Fullkomin netverslunarkerfi sem við þjónustum

Cs-Cart

Cs-Cart er fullkomin netverslun sem hentar sérstaklega vel fyrir stærri fyrirtæki sem gera miklar kröfur.

Í dag eru meira en 30.000 virkar Cs-Cart netverslanir í heiminum. Við höfum notað Cs-Cart með góðum árangri og höfum unnið með fyrirtækjum eins og Cintamani, Zoon, Sportís og Álafoss.

WooCommerce

WooCommerce er notendavæn netverslun sem tengist auðveldlega við WordPress vefsíður og getur hentað vel fyrir minni og millistór fyrirtæki. Vefsíðugerð/heimasíðugerð með WordPress er leikur einn!

Leitarvélabestun

Með góðri leitarvélabestun finnst vefsíðan þín betur á Google

Leitarvelabestun / SEO - Vefsíðugerð - Heimasíðugerð

Baráttan um efstu sætin á Google er hörð.

Leitarorðagreining

Textinn á heimasíðunni þinni skiptir mestu máli fyrir leitarvélar eins og Google. Best er að hann samanstandi af þeim orðum sem líklegust eru til að verða fyrir valinu þegar leitað er að ákveðinni vöru eða þjónustu á Google.

Leitarorðagreining er mikilvæg þegar finna á leitarorðin sem tengjast þínu fyrirtæki og þinni vöru. Orðalistinn er svo keyrður í gegnum vefgreiningartæki eins og Google AdWords sem veitir upplýsingar um hversu oft er leitað að ákveðnu orði.

Í leitarorðagreiningu er öllum orðunum raðað í forgangsröð þar til 10-15 mikilvægustu hafa verið fundin. Þau gegna síðan lykilhlutverki við hönnun og uppsetningu vefsvæðisins og geta einnig nýst á öðrum vefmiðlum eins og Facebook og Twitter.

Leitarvélavæn textaskrif

Leitarorðin úr leitarorðagreiningunni eru síðan notuð í heiti á síðum og við öll textaskrif. Fyrir íslenskar vefsíður þarf að hafa sérstaklega í huga að orðin séu í sama kennifalli og viðskiptavinurinn notar við leitina. Á forsíðu vefsins er helstu leitarorðunum komið fyrir ásamt vörumerki fyrirtækisins. Undirsíður eru hannaðar þar sem mikilvægustu orðin eru birt og þar eru þau látin gegna lykilhlutverki. Fyrirtæki sem selur föt gæti þá t.d. verið með síðu þar sem sérstök áhersla væri lögð á orðasamband eins og „kjólar fyrir konur“. Sú síða væri þá lendingarsíða þar sem markmiðið væri að hvetja viðskiptavini til að kaupa viðkomandi vöru.

Texti

Textinn þarf að vera læsilegur, bæði fyrir leitarvélar og notendur

Texti á heimasíðu - Vefsíðugerð - Heimasíðugerð

Af ummælum markaðs-, sölu- og framkvæmdastjóra ólíkra fyrirtækja má ráða að þeir séu oft hálf feimnir við að skrifa ítarlega texta á vefsíðu fyrirtækisins.

Það gildir bæði um þegar texti er upphaflega settur inn á vefinn, og ekki síður þegar kemur að uppfærslum eða leiðréttingum. Þeir reyna því gjarnan að drífa það af á mjög skömmum tíma og halda síðan áfram að sinna hefðbundnum verkum sínum.

Afleiðingin er því oft sú að textar verða á löngum köflum ómarkvissir, málfræðilega rangir og jafnvel fráhrindandi. Annað sem vill brenna við er að þegar setja á upp nýja vefsíðu er oft verið að nota sama efnið af gömlu vefsíðunni.

Fyrirtæki breytast, stækka og vöruúrval og þjónusta breytist gjarnan

Þess vegna er mikilvægt að textinn endurspegli þær vörur og þjónustu sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða hverju sinni. Vefsíðugerð/heimasíðugerð Allra Átta býður upp á faglega textaráðgjöf.

Leitarvélavænn texti, sem bæði leitarvélar eins og Google, og almennir notendur skilja er því mjög mikilvægur.

Textatengd þjónusta

 • Leitarorðagreining
 • Leitarorðabestun (skrif)
 • Textaráðgjöf
 • Frumritun
 • Prófarkalestur
 • Þýðingar

Góður texti er hnitmiðaður og leitarvélavænn

Myndir

Ert þú með fallegar myndir sem vekja áhuga viðskiptavina?

Myndir - Vefsíðugerð - Heimasíðugerð

Þegar viðskiptavinur kemur í fyrsta sinn inn á heimasíðu fyrirtækis skoðar hann myndirnar fyrst og les síðan og skannar texta.

Góð mynd segir meira en 1000 orð!

Með myndum má koma persónuleika fyrirtækis á framfæri, kynna mikilvægustu vörur og þjónustu og auk þess að gera upplifun gesta á síðunni sem ánægjulegasta.

Google leitar að myndum

Leitarvélar flokka myndir eftir textunum sem tengjast þeim.

Meðhöndlun mynda á heimasíðu hefur veruleg áhrif á það hvernig síða finnst á leitarvélum eins og Google.

Nafnið á myndinni, myndatexti og tengdir textar eru allt atriði sem má vinna til þessa að myndirnar komi fram í myndaleitum.

Vilt þú ekki örugglega að myndir af þínum vörum og þjónustu finnst ofarlega í myndaleit á Google?

WordPress vefsíðugerð ( heimasíðugerð ) er örugg leið til árangurs, WordPress á heima hjá Allra Átta 🙂

Til að gera heimasíðuna myndrænni og sýnilegri á leitarvélum bjóðum við upp á

 • Kennslu á gerð handrits að myndatöku
 • Myndatöku ( Við mætum og myndum )
 • Öflun mynda með myndabönkum
 • Leitarvélabestun mynda
 • Faglega útfærslu mynda á heimasíðu
 • Eftirvinnslu mynda ( litir & lýsing )
 • Myndvinnsla ( með Photshop )

Að auki bjóðum við upp á stutt einkanámskeið í notkun Photoshop fyrir netið

 

Virðisaukandi veflausnir Allra Átta veita þér samkeppnisforskot!