Skip to main content

Er vefurinn þinn GDPR klár?

GDPR er skamstöfun fyrir „General Data Protection Regulation“

Til að fylgja Evrópskum lögum sem voru samþykkt í apríl 2016 þurfa allir vefir að uppfylla kröfur Evrópusambandsins um friðhelgisstefnu á netinu

Þetta þýðir að ef vefurinn þinn er að safna persónulegum upplýsingum, með einhverju móti, eins og td. vafrakökur „cookies“ þá þarft þú að upplýsa gesti þína um hvaða upplýsingum þú safnar um þá í gegnum vefinn þinn og af hverju.

Hvenær tók reglugerðin gildi?

Evrópureglugerðin tók gildi 25. maí 2018 í Evrópu. Noregur, Ísland og Liechtenstein eru EEA lönd og þurfa því að fylgja reglugerðinni.

Hver gerist ef ég geri ekkert?

Ef fyrirtæki fyrirtæki fer ekki eftir reglugerðinni, og brýtur þannig á friðhelgisstefu einstaklinga, þá er þitt fyrirtæki í hættu á að verða sektað um allt að 20.000.000 Evrur ( 20 Milljón Evrur ) eða allt að 4% af veltu fyrirtækis.

Ef þú vilt kynna þér efni Evrópureglugerðarinnar um GDPR – smelltu hér!

Láttu okkur gera vefinn þinn klárann fyrir GDPR

Hvað er innifalið ?

  1. Við greinum vefinn þinn og skoðum hvort eitthvað á vefnum sé að fylgjast með eða geyma persónulegar upplýsingar þinna viðskiptavina og eða gesta.
  2. Við setjum upp sérsniðna vafrakökuslá með samþykki „cookie consent bar“ á vefinn þinn.
  3. Við útvegum þínu fyrirtæki, sérsniðna texta um friðhelgisstefnu á netinu en textarnir eru byggðir á greiningu vefsins og samkvæmt reglum Evrópusambandsins.
  4. Við sendum þér svo í lokin tölvupóst þar sem við staðfestum að vefurinn þinn sé GDPR klár!

Kostnaður

Verð kr. 60.000 án vsk. ( 4 klst. )

Verðið miðast við eitt tungumál og WordPress vefi. fyrir hvert viðbótar tungumál bætast við kr. 20.000 án vsk. og ef vefurinn er forritaður í öðrum vefumsjónarkerfum en WordPress, þarf að skoða það sérstaklega og gæti mögulega kostað eitthvað aukalega.

Markmið GDPR

Markmið Evrópulaganna er að stuðla að því að meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Reglugerðin mun tryggja betur áreiðanleika og gæði slíkra upplýsinga og flæði þeirra á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins.

Betri vernd á netinu

Löggjöfinni er ætlað að tryggja einstaklingum betri vernd, yfirsýn og stjórn á meðferð eigin persónuupplýsinga. Nýja persónuverndarlöggjöfin skilgreinir betur hvernig fyrirtæki mega safna, geyma og nota persónugreinanlegar upplýsingar.

Panta GDPR á mína vefsíðu

Losnaðu við óþarfa áhyggjur og hafðu vefinn þinn GDPR klárann – Verð kr. 60.000 án vsk.

    * þýðir að þú þarft að fylla út

    Sérfræðingar í GDPR

    Sérfærðingur Allra Átta sér um að greina vefinn, gera viðeigandi og sértækar ráðstafanir. Hver vefur er einstakur og því þarf að meðhöndla alla vefi sértaklega, bæði þegar kemur að friðhelgisstefnuskilmálum og einnig þegar sett eru upp vafraköku samþykktarkerfi.