Skip to main content

Leitarvélabestun

Textinn á vefnum skiptir Google öllu máli

Þegar kemur að leitarvélabestun, þá er það textinn á heimasíðunni þinni sem skiptir einna mestu máli fyrir leitarvélar eins og Google. Mikilvægt er að textar á vefnum innihaldi réttu leitarorð og frasa, eins horfir Google á hlutfall leitarorða og hvernig þessi leitarorð eru notuð á vefnum. Allra Átta sérhæfir sig í leitarvélabestun og hefur unnið fyrir fjölmörg fyrirtæki við leitarvélabestun á síðustu árum. Nægir þar að nefna Icetransport, Álafoss, Zo-On, Velmerkt og MyCar en þeir vefir voru leitarvélabestaðir sem skilaði þeim meiri umferð, bókunum og sölu.

Sérhæfum okkur í leitarorðagreiningu, leitarvélavænni textahönnun og leitarvélabestun á myndefni vefsvæða!

Smelltu á myndina hér að ofan til að sækja PDF skjal sem kennir sýnir hvernig textar geta verið leitarvélabestaðir

1 – Leitarorðagreining

Leitarorðagreining er gríðarlega mikilvæg áður en lagt er af stað í að leitarvélabesta vef. Fyrirleitarvélabestun þarf að greina „réttu“ leitarorðin sem tengjast þínu fyrirtæki þínu, vörum og þjónustu. Sé það er ekki gert strax í upphafi er hætt við því að peningum verði sóað í ómarkvissa markaðssetningu og auglýsingar á „röngum“ leitarorðum. Leitarorðagreining er grunnur að góðri leitarvélabestun.

2 – Verðmæt orð og hugtök

Leitarorðagreining skiptir öllu máli þegar á að leitarvélabesta vefsíðu. Í leitarorðagreiningu er leitarorðalisti keyrður í gegnum vefgreiningartæki Google, sem gefur okkur verðmætar upplýsingar um hversu oft er leitað að ákveðnu orði og frösum.

Í leitarorðagreiningu er öllum orðunum raðað eftir mikilvægi þar til 10-15 mikilvægustu hafa verið fundin. Niðurstöðurnar gegna síðan lykilhlutverki við hönnun og uppsetningu vefsvæðisins og geta einnig nýst á öðrum vefmiðlum eins og Facebook og Twitter. Leitarvélabestun eða SEO ( Search Engine Optimization ) þarf alltaf að vinnast samhliða vefsíðugerð.

3 – Leitarvélavænir textar

Leitarorðin úr leitarorðagreiningunni eru notuð í heiti á síðum og við öll textaskrif. Fyrir íslenskar vefsíður þarf að hafa sérstaklega í huga að orðin séu í sama kennifalli og viðskiptavinurinn notar við leitina. Á forsíðu vefsins er helstu leitarorðunum komið fyrir ásamt vörumerki fyrirtækisins en það hjálpar til viðleitarvélabestun. Undirsíður eru hannaðar þar sem mikilvægustu orðin eru birt og eru þau látin gegna lykilhlutverki.

4 – Leitarvélabestað myndefni

Við leitarvélabestum ekki bara texta, heldur allt efnið á vefnum, þ.e. texta og ljósmyndir. Um 26% fólks leitar að upplýsingum á netinu með Google Image Search, sem þýðir að fólk leitar frekar eftir ljósmyndum sem síðan leiða fólkið inn á réttar síður. Þess vegna er mjög mikilvægt að við leitarvélabestum myndirnar á vefnum þínum svo að þú finnist sem best, bæði í textaleit og í myndaleit.

Árangursrík leitarvélabestun = Góð ráðgjöf + leitarorðagreining + textahönnun

Leitarvélavænt efni gefur þér samkeppnisforskot

Vel skrifaður og leitarvélavænn texti á vefsíðum hefur mikið að segja fyrir upplifun viðskiptavina. Það skiptir líka miklu máli fyrir Google. Leitarvélavænn vefur skilar þér einfaldlega ofar á leitarniðurstöðum á Google. Fjárfestu í leitarvélabestun ef þú vilt sjá vefinn þinn ofarlega á Google!

Þú vilt finnast sem best og eins ofarlega á Google og kostur er, er það ekki?

Textar eiga að vera skrifaðir fyrir fólk og leitarvélar

Það er mikilvægt textar á vefsvæðum séu skrifaðir með viðskiptavini í huga en ekki síður að hann virki vel á leitarvélum eins og Google. Leitarvélar eru sífellt að breytast og svo kallaður algrímur (e. algorithm), sem er í raun „leyniformúla“ sem aðeins Google veit hvernig virkar, breytist reglulega.

Vefurinn þinn þarf ekki aðeins að innihalda rétta leitarorð og frasa íleitarvélabestun, hann þarf að vera læsilegur, búa við góða málfræði og þarf að lýsa vel vörum og þjónustu.

Því er mikilvægt að allir textar og myndefni sé unnið í samstarfi við sérfræðinga í leitarvélabestun en þar kemur Allra Átta sterkt inn, hokið af reynslu og með góðan árangur í farteskinu.

Textahönnun og prófarkalestur

Það verða sífellt stærri hluti af smíði góðra vefsvæða að þeir finnist vel á leitarvélum. Við bjóðum upp á textahönnun og prófarkalestur en oft þarf að endurskrifa texta eða hreinlega smíða nýja frásögn frá grunni. Við tökum að okkur að smíða texta, á íslensku og ensku, fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.

Smíðum leitarvélavæna texta ( íslenska og enska)

Tökum að okkur þýðingar og prófarkalestur

 Hjálpum þínu fyrirtæki að sigra samkeppnina á Google