Google auglýsingar
Google auglýsingar koma þér í 1. sætið
Pay-Per-Click (PPC) er ein vinsælasta og skilvirkasta markaðsleið á Netinu í dag. Auglýsingar á Google bjóða upp á endalausa möguleika fyrir þig og fyrirtæki þitt og auðveldar þér að ná til nýrra viðkiptavina. Allra Átta sérhæfir sig í PPC auglýsingum og höfum við á að skipa sérfræðingum sem hjálpa þér að fá fleiri viðskiptavini og auka söluna á Netinu.
Google er langstærsta leitarvél í heimi
Þetta er ein hagkvæmasta og skilvirkasta leiðin til að auglýsa þjónustu og vörur þínar á Netinu. Google er langstærsta leitarvél í heimi og býr einnig yfir öflugasta auglýsingakerfi í heimi.
Íslensk fyrirtæk nýta sér Adwords í auknum mæli
Google auglýsingar eru vinsælar á Íslandi enda skilar Adwords þér fleiri gestum á heimasíðuna, ef rétt er að staðið. Þó þarf að vanda til verka og mikilvægt er að velja rétt markaðssvæði, réttu leitarorðinorð, smíða vandaðar og grípandi auglýsingar og mæla síðan árangurinn.
Google Adwords ráðgjöf Allra Átta
Allra Átta veitir Google Adwords ráðgjöf, þjónustar og hjálpar fyrirtækjum að ná meiri árangri í auglýsingum og sölu á Netinu. Hjá okkur færðu faglega ráðgjöf að öllu sem við kemur markaðssetningu á Netinu.
Þú greiðir aðeins fyrir heimsóknir
Einn af kostum Adwords-auglýsinga er að þú greiðir ekkert fyrir að fá auglýsingar þínar birtar í leitarvél Google heldur aðeins þegar smellt er á auglýsingu þína. “Pay per click” kallast þetta fyrirkomulag á ensku og þannig greiðir þú aðeins fyrir alvöru heimsóknir inn á vefsvæðið þitt. Þetta er því hagkvæmur kostur og þú færð mikið fyrir peninginn.
Mælanlegur árangur með Adwords
Þú greiðir ekkert fyrir að birta auglýsingarnar þínar í leitarvél Google heldur einungis þegar smellt er á þær „PPC–Pay per click“. Þú greiðir aðeins fyrir smelli (heimsóknir) sem er það magnaða við Adwords.
Það besta er að það er auðvelt að fylgjast með árangrinum, þar sem við sjáum nákvæmlega hvernig auglýsingarnar virka, og hvað gerist þegar nýjir gestir koma inn á vefinn þinn. Með Google auglýsingum færðu mælanlegan árangur!
Við höfum umsjón með Adwords herferðum
Mikilvægt er að setja sér fyrirfram ákveðin markmið og mæla svo árangurinn. Þegar auglýsinga eru komnar af stað er einnig mikilvægt að fylgjast með og gera breytingar á textum og uppfæra leitarorð eins og þarf til að hámarka árangurinn hverju sinni.
Allra Átta býður upp á umsjón með auglýsingarherferð þinni. Við bjóðum upp á að smíða nýjar auglýsingar, finna ný og betri leitarorð og að uppfæra auglýsingarnar eins og þurfa þykir. Þannig nýtum við peninginn sem best og við fáum fleiri heimsóknir, bókanir og kaup gegnum vefinn þinn og kostur er.