Skip to main content

Viðmótshönnun

Góður vefur hefur notendavænt og snjallvænt viðmót

Gjarnan eru skyssur á pappír notaðar til að hanna grófa hugmynd að viðmóti við vefsíðugerð. Viðmótshönnun er oft unnin út frá greiningu á markhópum, hvaða tilgangur og markmið séu með nýja vefnum, og greiningu á hegðun notenda.

Eftirfarandi atriði gjarnan höfð til hliðsjónar:

  • Vírasnið (e.wireframe) eru grófar teikningar, oft gerðar á blaði, þar sem ákveðnar síður eru grófleg teiknaðar upp, og ákveðið hvaða virkni, útli og efni skuli setja á viðkomandi síðu.
  • Millihönnun/ítarhönnun er gjarnan notuð við vefsíðugerð. Þar er dregin er upp skýrari mynd af því sem á að gera, oft með því að gera skyssur sem taka mið af væntanlegu útliti og viðmóti vefsins. Þar er ákveðið hvar takkar og hvatar til aðgerða eru staðsettir, hvaða textar skipta máli, fyrirsagnir og eins í hvaða röð efnið er hannað, þ.e. hvað kemur fyrst, hvað fylgir á eftir o.s.frv.
  • Að lokum er athugað með lifandi viðmót og virkni er það sem við endum á. Hér fær viðskiptavinur að sjá hvernig viðmót ákveðinnar síðu og oft vefsins í heild lítur út, hægt er að gera breytingar eftir á, og bæta inn kerfum og virkni. Hér er grunnurinn lagður endnalegu útliti: Litir, leturgerðir, firmamerki (lógó) og hvernig vefurinn lagar sig að snjalltækjum ( mobilie ).

Vefgreining

Viðmótshönnun er unnin út frá vefgreiningum með Google Analytics

Viðmótshönnun er mikilvægur þáttur í hönnunarferli vefsvæða og þá gildir einu hvort um er að ræða minni vefi fyrir einstaklinga eða stóra vefi fyrir fyrirtæki eða stofnanir.

Algengt er að enn séu gerðar minniháttar breytingar og lagfæringar á vefum nokkrum vikum og jafnvel mánuðum, eftir að vefsíða er sett í loftið. Slíkt þarf síður að eiga sér stað ef þarfagreining og grunnvinna var faglega gerð í upphafi, því að þá virka vefirnir eins og til var ætlast.

Við skoðum Google Analytics bæði fyrir og eftir að vefurinn er smíðaður og tekur viðmótshönnun tillit til niðurstaða greiningarinnar. Þegar vefurinn er kominn í loftið getur oft ýmislegt nýtt komið í ljós um hvernig notendur vilji nota nýja vefinn og þá getur þurft að gera minniháttar breytingar til að hámarka sölu, beint eða óbeint, á vefnum. Góð eftirfylgni er því mikilvæg og einnig gæti þurft að gera prófanir og endurbætur á viðmóti vefsins eins og þurfa þykir.

Viðmótshönnun sem leiðir okkur áfram

Við bjóðum upp á ráðgjöf í viðmótshönnun, vefmælingar, vefgreiningu og leggjum okkur fram um að hanna viðmót sem leiðir notendur áfram og hjálpar þeim að finna það efni sem leitað er að. Oftar en ekki er búið að greina hegðun og vinsældir efnis á vefsíðu og þannig getum við hannað notendavænt og einfalt viðmót sem leiðir áfram og hjálpar viðkomandi að finna það sem mest skiptir máli.

Síðast en ekki síst fjallar viðmótshönnun um að einfalda viðmót, tiltekt og skipulag, svipað og þegar húseigandi ákveður að fara í bílskúrinn, taka til og raða öllu upp á nýtt, henda því sem skiptir ekki lengur máli og koma nýjum hlutum betur fyrir svo að þeir verði aðgengilegri.

Í upphafi skal endinn skoða!