Skip to main content

Vefumsjón

Við sjáum til þess að vefurinn sé alltaf  uppfærður

Láttu okkur um að uppfæra allt efnið á vefnum þínum, setja inn nýjar fréttir, tengja pdf-skjöl, uppfæra myndir og texta. Við höfum unnið við vefsmíðar og efnisvinnslu frá 2004 og þetta er eitthvað sem við höfum ástríðu fyrir. Er ekki hentugast að þú gerir það sem þú ert best(ur) í og látir okkur um að viðhalda vefnum, uppfæra og halda honum í topp standi.

Reglulegar uppfærslur á 30% lægra verði

Þegar þú velur vefumsjón sem þjónustusamning, þá sjáum við um vefinn þinn, að einhverju eða öllu leyti. Þú einfaldlega velur þá leið og þann tímafjölda sem hentar þér. Þér gefst kostur á að kaupa fyrirfram ákveðinn tímafjölda á 30% lægra verði með þjónustusamning sem er bæði hagkvæmt og þægilegt fyrirkomulag.

Láttu okkur uppfæra vefinn þinn reglulega vel og á lægra verði. Þú þarft ekkert að spá í vefnum og getur þannig treyst því að hann sé alltaf uppfærður til nýjustu útgáfu.

Þú sendir okkur efnið og við uppfærum vefinn þinn

Sannleikurinn er sá að margir vefir fá ekki þá umönnun sem þeir eiga skilið og enda því oft á að verða úreldir með gömlu efni og jafnvel ekki full kláraðir. Vefumsjón Allra Átta felur einnig í sér að við förum reglulega yfir vefinn og bendum þér á hvað má betur fara og eina sem þú þarft að gera er að panta vefumsjón og við sjáum um þetta allt fyrir þig.

Af hverju vefumsjón hjá Allra Átta?

 • Vefsíðan er alltaf uppfærð og í góðu standi
 • Öll vinna á vefnum er unnin af fagmönnum
 • Innifalið er myndvinnsla ( ef þarf með photoshop
 • Textavinna unnin af fagmönnum ( góð íslenska )
 • Vefurinn skorar hærra á Google þegar hann er reglulega uppfærður
 • Við erum reiðubúin til hjálpa þér með skömmum fyrirvara

Tengd þjónusta

 • Textahönnun ( við smíðum fyrir þig vandaða texta á ensku og íslensku )
 • Leitarvélabestun ( við smíðum leitarvélavæna texta á ensku og íslensku )
 • Leitarvélabestun á efni ( myndir er líka bestaðar á ensku og íslensku )
 • Prófarkalestur ( við lesum yfir alla texta á vefnum og leiðréttum þá eins og þarf, bæði á ensku og íslensku )
 • Við bjóðum upp á smávægilegar eða stærri breytingar á vefnum
 • Við greinum með þér söluhvata á vefnum og bætum úr ef þarf ( „Call to action!“ )
 • Sérforritun og ýmsar viðbætur við WordPress vefumsjónarkerfið
 • Sérhæfð WordPress vefhýsing
 • Markaðssetning á netinu með Google Adwords, YouTube & Facebook

Viðskiptavinir með þjónustusamning hafa forgang!