Skip to main content

Þarfagreining

Grunnur að betri árangri

Sérfræðingar Allra Átta greina stöðuna á vefnum þínum og nota til þess ýmis verkfæri. Mikilvægt er að greina heimsóknir inn á vefsvæðið, hvaðan þær koma, hegðun gesta inn á vefnum, brottfallshlutfall af forsíðu, viðmót, vefhönnun, hvata til aðgerða ofl og aðra ytri markaðssetningu svo sem Facebook og Youtube áður en farið er í vefsíðugerð/heimasíðugerð.

Stöðugreining hjálpar okkur að meta hvort nauðsynlegt sé að grípa til frekari ráðstafana og eða breytinga á vefnum í heild sinni eða hluta.

Þannig er hægt að setja sér mælanleg markmið vakta vefina og fylgjast með hvort fylgi settum mælikvörðum og markmiðum.

Ef stöðugreining vefsíðu gefur til kynna að eitthvað sé í ólagi, þarf gjarnan að skoða vefsvæðið og jafnvel nýta notendaprófanir til að kanna raunverulega virkni vefsins.

VÖNDUРVEFGREINING Í UPPHAFI ER ÁVÍSUN Á ÁRANGUR Í FRAMTÍÐINNI!

Vefráðgjöf

Góð ráð eru gulli betri

Ráðgjafar Allra Átta hafa veitt meira en 800 fyrirtækjum ráðgjöf á Netinu síðustu níu árin. Netráðgjöf er eitthvað sem öll fyrirtæki, stór og smá, eiga að nýta sér. Vefsíðugerð/heimasíðugerð hefur verið okkar ástríða og meira en 1000 ánægðir viðskiptavinir eru staðfesting á því að við erum á réttri leið.

Við hlustum, skoðum, greinum og veitum að lokum faglega ráðgjöf um alla helstu þætti markaðssetningar á Netinu.

Við vitum ekki allt, og þar sem við erum ekki sérfróðir vinnum við með samstarfsaðilum sem gera okkur mögulegt að veita yfirgripsmikla markaðsráðgjöf.

VIÐ VEITUM M.A. RÁÐGJÖF VEGNA

 • Uppsetningar og viðhalds vefsvæða
 • Auglýsingaherferðar á Netinu (Google Adwords)
 • Vals á vefumsjónarkerfi
 • Rafrænnar póstlistaherferðar

Verkáætlun

Verk unnin eftir áætlun

Ráðgjafar Allra Átta hafa veitt meira en 800 fyrirtækjum ráðgjöf á Netinu síðustu níu árin. Netráðgjöf er eitthvað sem öll fyrirtæki, stór og smá, eiga að nýta sér. Vefsíðugerð/heimasíðugerð hefur verið okkar ástríða og meira en 1000 ánægðir viðskiptavinir eru staðfesting á því að við erum á réttri leið.

Við hlustum, skoðum, greinum og veitum að lokum faglega ráðgjöf um alla helstu þætti markaðssetningar á Netinu.

Við vitum ekki allt, og þar sem við erum ekki sérfróðir vinnum við með samstarfsaðilum sem gera okkur mögulegt að veita yfirgripsmikla markaðsráðgjöf.

VIÐ VEITUM M.A. RÁÐGJÖF VEGNA

 • Uppsetningar og viðhalds vefsvæða
 • Auglýsingaherferðar á Netinu (Google Adwords)
 • Vals á vefumsjónarkerfi
 • Rafrænnar póstlistaherferðar

Vefgreining

Vefgreining með Google Analytics

Með Google Analytics getum við meðal annars greint

 • Fjölda heimsókna á vefsíðu
 • Hversu lengi notendur skoða vefinn
 • Hvaða efni og síður notendur skoða
 • Hvaðan notendur koma inn á síðuna
 • Hvert notendur fara næst
 • Flóttastuðul á vefsvæði

GREINING Á OFANTÖLDUM ATRIÐUM GEFUR OKKUR GÓÐA MYND AF ÞVÍ HVERNIG NOTENDUR NOTA VEFINN ÞINN, HVAÐAN ÞEIR KOMA OG HVERT ÞEIR FARA.

Einnig getum við séð myndrænt á hvað er smellt, td. á forsíðu og þannig getum við unnið markvisst í að gera vefsíður notendavænni og auka þannig verðmætasköpun.

Við bjóðum upp á þjónustu sem við köllum Árangursvöktun, en þá notum við einmitt Google Analytics við að greina vefsvæðið reglulega. Í framhaldi getum við ráðlagt þér hvaða aðgerðir skila mestum árangri á þinni vefsíðu með markaðssetningu á Netinu.

Auglýsingar

Google Adwords Auglýsingaherferð

Google Adwords auglýsingar eru ein hagkvæmasta og skilvirkasta leiðin til að auglýsa þína þjónustu og vörur á Netinu, gegnum heimasíðuna þína.

Allra Átta veitir Google Adwords ráðgjöf, þjónustar og hjálpar fyrirtækjum að ná meiri árangri í auglýsingum og sölu á Netinu. Það er ekki nóg að geta boðið upp á vefsíðugerð/heimasíðugerð, hjá okkur færðu markaðssetningu á netinu.

GOOGLE ADWORDS ER HAGKVÆMUR KOSTUR SEM Æ FLEIRI FYRIRTÆKI ERU FARIN AÐ NÝTA SÉR TIL AÐ LAÐA AÐ NÝJA VIÐSKIPTAVINI.

Einn af  kostum Adwordsauglýsinga er að þú greiðir ekkert fyrir að fá þínar auglýsingar birtar í leitarvél Google.

Þú greiðir aðeins þegar smellt er á þína auglýsingu.. “Pay per click” og þannig greiðir þú aðeins fyrir alvöru heimsóknir inn á vefsvæðið þitt.

RANNSÓKNIR BENDA TIL ÞESS AÐ UM 70% ÞEIRRA SEM KAUPA Í GEGNUM NETIÐ NOTI LEITARVÉLAR TIL AÐ AFLA SÉR UPPLÝSINGA ÁÐUR EN GENGIÐ ER FRÁ KAUPUM.

Leitarvélabestun

leitarvélabestuð vefsíða finnst betur

Baráttan um efstu sætin á Google er hörð og með Leitarvélabestun nærðu samkeppnisforskoti.

Bjóðum upp á leitarorðagreiningu fyrir allar gerðir fyrirtækja sem selja vörur  eða þjónustu á netinu. Greinum tækifærin á leitarvélum og svo er efni vefsins smíðað út frá niðurstöðu leitarorðagreiningarinnar. Leggjum áherslu skýrt og aðgengilegt efni fyrir leitarvélar eins og Google.

LEITARORÐAGREINING

Textinn á heimasíðunni þinni skiptir mestu máli fyrir leitarvélar eins og Google. Best er að hann samanstandi af þeim orðum sem líklegust eru til að verða fyrir valinu þegar leitað er að ákveðinni vöru eða þjónustu á Google.

Leitarorðagreining er mikilvæg þegar finna á leitarorðin sem tengjast þínu fyrirtæki og þinni vöru. Orðalistinn er keyrður í gegnum vefgreiningartæki eins og Google AdWords sem veitir okkur verðmætar upplýsingar um hversu oft er leitað að ákveðnum orðum eða orðasamböndum.

Leitarorðagreining gegnir lykilhlutverki við hönnun og uppsetningu vefsvæðisins og nýtist einnig á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Twitter.