Skip to main content

4x Öryggisuppfærslur

WordPress uppfærsluþjónusta fyrir lifandi vefsvæði

Við uppfærum heimasíðuna þína reglulega ( 4x eða 12x á ári ) og pössum þannig upp á að vefumsjónarkerfið sé eins öruggt og nýlegt og kostur er hverju sinni. Um er að ræða uppfærslur á öllum helstu vefkerfum sem WordPress notar og þar með talið WordPress sjálft.

Þegar við uppfærum vefinn þinn þá tökum við öryggisafrit af honum áður, berum saman allar útgáfur af þema, viðbótum og vefumsjónarkerfi og uppfærum svo öll kerfin í nýjustu útgáfur mögulegar. Eftir uppfærsluna skoðum við vefinn og prófum hann og pössum upp á að allt virki eins og það virkaði áður.

Af hverju að vera með WordPress uppfærsluþjónustu?

  • Heimasíðan þín er eins örugg og kostur er hverju sinni
  • Þú færð allar nýjustu fítusa sem WordPress býður upp á
  • Nýjustu útgáfur af WordPress eru mun notendavænni en þær eldri

Hvað er innifalið í þjónustunni?

  • Við byrjum á að taka öryggisafrit af vefnum og búa til skjámyndir
  • Við uppfærum öll vefkerfin ( WordPress, Theme, Plugins ) í nýjustu útgáfu mögulega
  • Við prófum vefinn eftir uppfærslu og sjáum til að allt virki eins og áður