Skip to main content

Þarfagreining

Þarfagreining er grunnur að góðri markaðssetningu

Sérfræðingar Allra Átta greina ástand vefsíðu þinnar nota til þess ýmiss konar úrræði. Mikilvægt er að greina heimsóknir inn á vefsvæðið, hvaðan þær koma, hver hegðun gesta er inni á vefnum, brottfallshlutfall af forsíðu, viðmót vefsetursins, vefhönnun, hvata til aðgerða o.fl. Einnig ber að hafa í huga aðra ytri markaðssetningu, svo sem Facebook og Youtube, áður en farið er í vefsíðugerð.

Vel skilgreindir markhópar eru grunnur að öflugu markaðsstarfi

Mikilvægt er að greina markhópa og meta til hverra vefsíðan á að höfða. Þannig er raunhæf þarfagreining og markmiðasetning nauðsynleg þegar í upphafi til að fá sem mest út úr markaðssetningu á Netinu. Þarfagreining felur einnig í sér greiningu á því hver sé þörf eða eftirspurn markaðarins fyrir ákveðna vöru eða þjónustu.

Stöðugreining

Stöðugreining er upphaf að árangri

Með stöðugreiningu, getum við séð hvort gera þurfi breytingar á vefnum, í heild sinni eða að hluta til, og í hverju þær ættu að velast. Eins getur verið bæði gagnlegt og fróðlegt að setja sér mælanleg markmið, taka stöðuna á einhverjum tímapunkti og síðan aftur nokkru síðar og gera samanburð. Þannig má greina hvernig markaðssetningin og vefsíðugerðin skilar sér.

Nauðsynlegt er að greina þarfir vefsíðueigenda og hafa þær að leiðarljósi við vefsíðugerð rétt eins og arkitekt metur þarfir allra íbúa þegar hann hannar og teiknar byggingu. Með góðri greiningu og réttri markmiðasetningu þegar í upphafi sparar þú peninga og flýtir fyrir að settum markmiðum sé náð!

Þarfagreining – ávísun á árangursríka markaðssetningu á Netinu!