Þarfagreining

Þarfagreining er grunnur að góðri markaðssetningu

Sérfræðingar Allra Átta greina stöðuna á vefnum þínum og nota til þess ýmis verkfæri. Mikilvægt er að greina heimsóknir inn á vefsvæðið, hvaðan þær koma, hegðun gesta inn á vefnum, brottfallshlutfall af forsíðu, viðmót, vefhönnun, hvata til aðgerða ofl og aðra ytri markaðssetningu svo sem Facebook og Youtube áður en farið er í vefsíðugerð/heimasíðugerð.

Grunnur að öflugu markaðsstarfi eru vel skilgreindir markhópar

Mikilvægt er að greina markhópa og átta sig á því fyrir hverja vefsíðan á að höfða til til að fá sem mest út úr markaðssetningu á netinu. þarfagreining felur í sér greiningu á því hver er þörf markaðarins fyrir ákveðinni vöru eða þjónustu.

Stöðugreining er upphaf að árangri

Með stöðugreiningu, getum við séð hvort og hvernig breytingar þurfi að gera á vefnum, í heild sinni eða að hluta. Eins getur verið bæði gagnlegt og fróðlegt að setja sér mælanleg markmið, taka stöðuna í dag og geta svo síðar, eftir að breytingar hafa verið gerðar, tekið stöðuna og borið saman og skoðað hvernig markaðssetningin og eða vefsíðugerðin skilar sér.

Alveg eins og Arkitekt sem greinir þarfir, þegar smíða skal hús, þá þarfa að skoða þarfa allra sem í húsinu eiga að búa og skipuleggja og hanna húsið með þarfir notenda að leiðarljósi. Góð greining og markmið sett í upphafi sparar peninga og flýtir fyrir að settum markmiðum sé náð!

Ávísun á árangursríka markaðsseningu á netinu!