Þarfagreining
Þarfagreining er grunnur að góðri markaðssetningu
Sérfræðingar Allra Átta greina ástand vefsíðu þinnar nota til þess ýmiss konar úrræði. Mikilvægt er að greina heimsóknir inn á vefsvæðið, hvaðan þær koma, hver hegðun gesta er inni á vefnum, brottfallshlutfall af forsíðu, viðmót vefsetursins, vefhönnun, hvata til aðgerða o.fl. Einnig ber að hafa í huga aðra ytri markaðssetningu, svo sem Facebook og Youtube, áður en farið er í vefsíðugerð.
Vel skilgreindir markhópar eru grunnur að öflugu markaðsstarfi
Mikilvægt er að greina markhópa og meta til hverra vefsíðan á að höfða. Þannig er raunhæf þarfagreining og markmiðasetning nauðsynleg þegar í upphafi til að fá sem mest út úr markaðssetningu á Netinu. Þarfagreining felur einnig í sér greiningu á því hver sé þörf eða eftirspurn markaðarins fyrir ákveðna vöru eða þjónustu.