Skip to main content

Samfélagsmiðlar

Markaðssetning á samfélagsmiðlum skilar árangri

Samfélagsmiðlar eins og Facebook, Twitter, Instagram, Pintrest og YouTube eru tæki sem við getum nýtt okkur til að koma betur á framfæri, þjónustu þinni og vörum.

Markmiðasetning, markaðssetning og mælingar

Við leggjum áherslu á móta stefnu strax í upphafi um hvernig skuli nálgast þennan miðil. Markaðssetning með Facebook þarf að vera hluti af stærri áætlun og til þess þarf heildræna hugsun.

Auglýstu þar sem samfélagið sér þig

Mikil gróska hefur verið í markaðssetningu með samfélagsmiðlum og því er mikiilvægt fyrir fyrirtæki að fylgjast með og nýta þá samfélagsmiðla sem henta. Hafa ber í huga að oft er betra að vera með færri miðla í gangi og sinna þeim betur.

90% Íslendinga eru á Facebook

Þess vegna þarftu að vera lifandi og tala við vini þína á Facebook. Íslendingar eru duglegir að nýta sér samfélagsmiðla en Facebook er lang vinsælastur þeirra og því er keppikefli fyrir fyrirtæki að nýta sér þetta öfluga tæki.

Stefnumótun til framtíðar

Það þarf að vera á hreinu í upphafi hvernig eigi að nýta sér fésbókina góðu, á td. að auka tekjur, lækka kostnað og gera viðskiptavini ánægðari? Við hjálpum þér með stefnumótun á Facebook og höldum utan um auglýsingaherferðir á Facebook.

„Win-Win“

Við getum hjálpað þér að koma á nánari samskiptum við viðskiptavini þína með Facebook en þannig geturðu boðið betri þjónustu og stuðlað að aukinni kynningu og sölu. Þú græðir og viðskiptavinir þínir græða. Þetta köllum við „Win-Win“ og grípum til enskunnar.

Facebook þjónusta

  • Heildræn markaðsráðgjöf
  • Aðstoð við skipulag og framtíðarsýn
  • Hönnun auglýsinga fyrir Faceboook
  • Umsjón með auglýsingum
  • Tengjum Facebook við heimasíðu
  • Tengjum Facebook Pixel inn á vefsíðu

Helstu kostir auglýsinga á samfélagsmiðlum

  • Nákvæmur markhópur ( kyn, aldur, búseta, áhugamál o.fl. )
  • Markhópur sem er duglegur að nýta sér snjalltæki
  • Nákvæmar skýrslur yfir virkni og árangur
  • Betri ímynd fyrirtækja með markvissum markaðsaðgerðum
  • Mikið fyrir peninginn! Facebook auglýsingar eru hagkvæmar

Myndrænt

Myndavefur Instagram er gríðar vinsæll á Íslandi og snýst um að notendur taka myndir sem fylgendur þeirra geta svo séð. Ein ástæðan fyrir að Instagram er svona vinsælt, er að „myndir segja meira en 1000 orð“.

Markaðstæki

Með Twitter geta notendur valið að fylgjast með fólki og fyrirtækjum og þar getur þú nýtt þér Instagram til að kynna vörur og þjónustu þína á myndrænan hátt. Einning er hægt að setja inn slóð við myndir og ef myndin sem þú setur inn vekur áhuga notenda opna þeir opna heimasíðuna til að skoða meira um vörumerki þitt, vörur og þjónustu.

Persónulegt

Instagram er frábær leið til að persónugera fyrirtækið og starfsemi þess. Það er t.d. sniðugt að nýta Instagram til að „pósta“ myndum af starfseminni og þess sem gerist á bak við tjöldin. Með þessu móti geta fylgjendur kynnst betur fyrirtækinu og starfsmönnum þess nánar.

Instagram leikir

Leikir og viðburðir hjá fyrirtækjum á Instagram eru vinsæl leið til markaðssetningar. Fyrirtækin veita oft einhver verðlaun og umbun fyrir notendur og er það hvatning til að taka þátt. Fyrirtæki fá gjarnan notendur til að „pósta“, deila eða ræða um myndefnið á samfélagsmiðlum tengt leikjum og er það öflug markaðssetning.

Þjónusta

  • Víðtæk stefnumótun á Instagram
  • Ráðgjöf um efnisnotkun á Instagram
  • Tenging af Instagram inn á heimasíðu

Helstu kostir

  • Aukinn trúverðugleiki fyrirtækja
  • Persónulegri tengsl við viðskiptavini
  • Myndræn framsetning markaðsefnis
  • Stór hópur notenda sem nýtir sér miðilinn
  • Leikir þar sem hægt er að gefa vörur og þjónustu

1.000.000.000

Já! Á YouTube eru yfir einn Milljarður ( 1.000.000.000 ) notenda svo að eftir töluverðu er að slægjast með að koma sér á framfæri þar. Þetta er næst stærsta leitarvélin á eftir Google og fleiri nota YouTube til að leita en á Yahoo, Bing og Explorer, samtals.

Því er alveg ljóst að þú getur náð gríðarlegum árangri með markaðssetningu á YouTube ef hún er vel gerð og þú lærir nokkur mikilvæg grunnatriði.

Ferðaþjónustan

Ferðaþjónustan er dæmi um tegund fyrirtækja sem í auknum mæli nýta sér YouTube til að koma ferðum sínum og viðburðum á framfæri. Hvað er betra en að sitja heima og horfa á myndandskynningu sem sýnir í máli, lifandi myndum og tónlist, fallegt landslag Íslands, til dæmis.

YouTube á heimasíður

Það er að færast í vöxt að fyrirtæki nýti sér YouTube á þann hátt að þau tengja video af YouTube, td. af vöru eða þjónustu, inn á heimasíðu sína og þannig geta þeir sem vafra inn á vefi fyrirtækja skoðað myndbönd af vöru og þjónustu, gegnum YouTube, á heimasíðu viðkomandi. Kosturinn er sá að fyrirtækin þurfa þá ekki að hýsa myndskeiðið, heldur spilast það beint af YouTube og þannig hægir það ekki á vefnum eða tekur pláss á vefþjóninum.

Þjónusta

  • Heildræn YouTube ráðgjöf
  • Uppsetning á nýrri YouTube fyrirtækja síðu
  • Innsetning Video myndskeiða og merkingar
  • Tengingar inn á heimasíðu
  • Ráðgjöf, markmiðasetning og stefnumótun
  • Auglýsingaherferð Á Adwords með Youtube video

Helstu kostir

  • Einn Milljarður notenda sem njóta þess að horfa á myndbönd
  • Tækifæri til að heilla notendur upp úr skónum
  • Engin sérstök tímalengd myndskeiða ( getur komið miklu á framfæri )
  • Notendur staldra mun lengur við og skoða gjarnan nokkur myndbönd í röð
  • Líklegt er notendur deili áhugaverðum myndskeiðum
  • Getur hjálpað þér að skora hærra á Leitarvélabestun ( SEO )
  • Allur heimurinn er á YouTube bíður þar eftir þér!