Skip to main content

Öryggisdulkóðun ( SSL )

Dulkóðaður vefur er líklegri til að finnast betur á leitarvélum

Þó að WordPress sé öruggt eins og önnur vefumsjónarkerfi þurfa fyrirtæki að passa að hafa vefi sína eins örugga og kostur er. Öryggisdulkóðun ( SSL ) er rafrænt öryggisnet sem við setjum utan um vefinn  þinn og pössum þannig upp á að óprúttnir aðilar geti ekki stolið þaðan viðkvæmum upplýsingum.

Google elskar örugga vefi

Leitarélar eins og Google gefa vefsvæðum einkunn eftir gæðum og horfir Google þá á ýmsa þætti eins og efni, aldur vefsvæðis, hraða og síðast en ekki síst öryggi svefsvæðis. Ef þú vilt að heimasíðan þín finnist sem best á leitarvélum þá þarftu að passa að vefurinn sé eins öruggur og kostur er og þar leikur öryggisdulkóðun ( ssl ) stórt hlutverk.

Google getur lokað á óörugg vefsvæði

Leitarvélin Google hefur tekið upp á því að loka á vefi sem eru ekki dulkóðaðir, þ.e. vefi með https tengingu. Öruggir vefir eru auðþekkjanlegir á því að slóðin í vafranum byrjar á HTTPS:// ( en ekki bara http:// ). Þannig veist þú hvenær þú ert á öruggu vefsvæði.

Pantaðu öryggisdulkóðun strax í dag!

Til þess að geta fengið https tengingu þarft þú að vera með virkt SSL leyfi á vefnum. Við sjáum um að sækja um leyfið, setja það upp og viðhalda því.

Öruggar heimasíður finnast betur á Google