Um okkur

Ísland, Noregur, Ítalía, Pólland, Litáen & Rússland

Síðustu ár höfum við vaxið út fyrir landsteinana og í dag er stór hluti forritunar unninn utanlands en við höfum öflug teymi kerfisstjóra, forritara og hönnuða við störf í Hvíta Rússlandi, Litáen, Póllandi og Noregi.

Öll samskipti, ráðgjöf, verkstjórn, vefgreining, textavinna og markaðssetning fer fram á Íslandi. Hér heima höfum við á að skipa góðu fólki sem er staðsett á Súðavík og í Hafnarfirði, sem er jú heimabær Allra Átta.

Starfsfólk & verktakar

 • Jón Trausti Snorrason | Ráðgjöf & verkefnastjórn | Netfang: trausti@8.is
 • Anna Soffía Sigurðardóttir | Fjármálastjórn & innheimta | Netfang: bokhald@8.is
 • Róbert Stefánsson | Vefsmiður | robert@8.is
 • Sveinn Guðmundsson | Vefsmiður | sveinn@8.is
 • Sunna Ösp Þórsdóttir | Vefsmiður | sunna@8.is
 • Dimi Vee | Kerfisstjórn & Forritun | Netfang: dim@8.is
 • Ferran Espel | Leitarvélabestun ( SEO ) & Vefgreiningar | ferran@8.is
 • Dmytri | Yfirumsjón með WordPress forritun | timmy@8.is
 • Þórdís Pálsdóttir | Ljósmyndun
 • Simas | WordPress Forritun & CSS

Hvað gerum við?

Við sérhæfum okkur í WordPress vefsíðugerð og stafrænni markaðssetningu

Við smíðum einnig WooCommerce netverslanir sem selja vörur og þjónustu.  Bjóðum einnig upp á og hýsum WordPress vefsíður og WooCommerce netverslanir en ALLRA ÁTTA býður upp á sérhæfða og örugga WordPress vefhýsingu.

Við höfum hjálpað fjölmörgum fyrirtækjum og félagasamtökum að verða sýnilegri á leitarvélum frá 2004, og í dag er markaðssetning með samfélagsmiðlum eins og Facebook og Youtube vinsæl og ber góðan árangur.

Þjónustustefna Allra Átta

Við trúum því að velgengni fyrirtækja sé fólgin í háu þjónustustigi, enda eru ánægðir viðskiptavinir og gott orðspor jafnan besta auglýsingin.

Með þessa þætti að leiðarljósi er þjónustustefna Allra Átta mótuð, en hún grundvallast á eftirfarandi markmiðum

 • Að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu
 • Að veita áreiðanlega, hraða og lipra þjónustu
 • Að hafa á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki

Markmið okkar er að vera fremstir meðal jafningja og með það að leiðarljósi leggjum við okkur fram um að bjóða viðskiptavinum persónulega og lipra þjónustu.

Við hjá Allra Átta bjóðum bæði einstaklingum og fyrirtækjum upp á veflausnir, sem eru í senn notendavænar og hagkvæmar í rekstri.

Metnaður okkar liggur í þrennum gildum

Allra Átta er fjölskyldufyrirtæki sem leggur metnað sinn í að velja alltaf bestu veflausnir hverju sinni og að veita faglega og persónulega ráðgjöf. Við leggjum mikið upp úr því að eiga bæði góð samskipti og viðskipti og til grundvallar liggja þrenn gildi:

 • Jákvæðni
 • Traust
 • Sveigjanleiki

Hvernig bætum við samfélagið?

Við erum mjög meðvituð um mikilvægi þess að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og við nýtum þekkingu okkar gjarnan og látum gott af sér leiða. Af einlægum áhuga höfum við meðal annars styrkt eftirfarandi málefni

 • Samhjálp
 • ABC Barnahjálp
 • Mæðrastyrksnefnd Reykjarvíkur
 • Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar
 • Geðhjálp
 • Nýttu Kraftinn
 • Sesel
 • Kolviður
 • Fjölskylduhjálp Íslands
 • Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
 • Ladies Circle Ísland
 • Innerwheel
 • Navia
 • MFM Miðstöðin
 • Múltí Kúltí
 • Taflfélag Reykjavíkur
 • Samtök kvenna með endómetríósu
 • Göngum saman