Greining

Sérfræðingar Allra Átta greina stöðuna á vefnum þínum og nota til þess ýmis verkfæri. Mikilvægt er að greina hegðun gesta á vefnum, brottfallshlutfall, viðmótshönnun, hvata til aðgerða sem og ytri markaðssetningu.

Áætlun

Að marka stefnu er jafn mikilvægt og að fá arkitekt til að teikna hús áður en hafist er handa. Við hjálpum fyrirtækjum að marka sér stefnu á Netinu og setja mælikvarða sem tryggja að markaðssetningin skili sem allra mestum árangri.

Ráðgjöf

Við veitum fyrirtækjum sérhæfða markaðsráðgjöf sem miðar að því að auka sölu og styrkja ímynd á Netinu. Við hlustum, skoðum, greinum og veitum að lokum faglega ráðgjöf um alla helstu þætti markaðssetningar á Netinu.

Framkvæmd

Til þess að ráðgjöfin nýtist tökum við þátt í framkvæmdinni. Við setjum upp vefsíður, skrifum texta, tökum myndir og útfærum vefinn þannig að hann verði sýnilegri á leitarvélum. Við hönnum fréttabréf og keyrum með þér markaðsherferðir á netinu.


Bloggið

Árangursvöktun vefsvæða

Virðisaukandi heimasíður Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, frá 2012, nota 98% íslendinga á aldrinum 25-65 ára internetið að staðaldri. Þannig má áætla að hægt sé að ná til nær allra íslenskra neytenda í gegnum netið. Flest fyrirtæki nýta sér þessa leið að einhverju marki og er algengasta markaðssetningin í gegnum vefsíður. Fyrirtæki eru þannig gjarnan með   

Lesa meira

Er Google að finna þig

Finnur Google þig? „ Ef Google finnur þig ekki þá finnur þig enginn!“ Við höfum öll leitað eftir, vörum, þjónustu eða upplýsingum með hjálp leitarvéla. Þá sláum við inn eitt eða fleiri orð í gluggann hjá Google og fáum samstundis niðurstöður. Við göngum að þessu vísu, en Google hefur unnið talsverða vinnu til þess að   

Lesa meira

Netverslun í þremur einföldum skrefum

Loksins, er orðið þægilegt að versla á Netinu. Samkvæmt hagstofunni verslaði um helmingur þeirra sem notaði Netið vörur eða þjónustu í gegnum vefsíður á árinu 2011. Heimilisfeður keyptu þar bækur, unga fólkið tónlist og inneign á síma og konurnar föt, skó og fylgihluti. Þótt meirihluti verslunar fari fram í hefðbundnum búðum hafa bæði neytendur og   

Lesa meira

Hvað kostar heimasíða?

Hvað kostar heimasíða? Þessi spurning kemur gjarnan upp í hugann þegar heimasíða er búin til fyrir fyrirtæki og jafnvel það allra fyrsta sem spurt er um hjá vefsíðufyrirtæki. Þetta er eðlileg spurning en henni er langt frá því að vera auðsvarað. Þetta er sambærileg spurning og „hvað kostar bíll?“ Bíll er farartæki sem kemur fólki   

Lesa meira