Skip to main content

Aukin netverslun & Covid 19

By apríl 7, 2020Blogg

Árið 2019 versluðu 59% Íslendinga gegnum Netið

Samkvæmt Hagstofu Íslands, þá hefur netverslun vaxið ört vaxandi síðstu árin og skyldi engan undra.

Áætlað hefur verið að sex af hverjum tíu, eða um 59% Íslendinga hafi í upphafi 2019 verslað gegnum Netið, á síðustu þremur mánuðum. Einnig var áætlað að átta af hverjum tíu hafi verslað gegnum Netið á síðustu 12 mánuðum.

Netverslunarkerfi og veflausnir verða enn vinsælli í náinni framtíð

Hagstofa Íslands nefndi í greininni að þegar horft væri til annarra landa í Evrópu, væri netverslun vinsælust í Bretlandi og Danmörku. Samkvæmt niðurstöðum, þá höfðu 87% Breta verslað á netinu á síðustu 12 mánuðum en 84% Dana á árinu 2019. Þetta eru nýjustu niðurstöður nýrrar rannsóknar sem Hagstofa Íslands gerði, þegar skoðuð var notkun heimila og einstaklinga á upplýsingatækni, neti og netverslun.

Það má því af þessu sjá að Netverslunarkerfi og lausnir þeim tengdar, verða enn vinsælli á komandi árum og ekkert annað í kortunum en að fólk versli meira og meira gegnum Netið.

Gríptu tækifærið!

Það er því gríðarlega stórt tækifæri, fyrir þau fyrirtæki sem enn eru ekki byrjuð að selja vörur eða þjónustu gegnum Netið, til að græja sig upp og bjóða, líkt og svo margir aðrir, upp á flotta og vandaða Netverslun.

Stafræn markaðssetning og vefsíðugerð síðan 2003

Allra Átta hefur síðan 2003 smíðað og þjónustað, fullkomin Netverslunarkerfi. Fyrst þegar það smíðaði A8Pro Netverslun, en síðari árin höfum við einbeitt okkur að því að smíða vandaðar Netverslanir með WordPress & WooCommerce.

COVID 19 og Netverslun framtíðar

Í dag, þegar COVID 19, er að gera allt vitlaust hér á landi sem og í öðrum löndum, þá virðast einmitt þau fyrirtæki sem hafa góða netverslun, forskot og hefur sala gegnum netið aukist gríðarlega á síðustu vikum. Nú sjáum við fyrirtæki sem voru tilbúin, blómstra og sölur margfaldast gegnum netið á meðan við sjáum hrun í öðrum geirum og fyrirtæki sem ekki bjóða upp á að senda vörur hvert sem er selja einfaldlega ekki eins mikið.

Framtíðin er Netverslun og Allra Átta sérhæfir sig í Netverslun sem virkar!

Hafðu samband við Allra Átta ef þig vantar eitthvað eða allt af eftirtöldu: WordPress Netverslunarkerfi, Vefsíðugerð, Leitarvélabestun ( SEO ), WordPress Vefhýsing, Öruggisuppfærslur fyrir WordPress, 360° Sölubestun eða bara almenna vefráðgjöf.

 

Upplýsingar í þessari grein voru fengnar á vef Hagstofu Íslands: https://hagstofa.is/utgafur/frettasafn/visindi-og-taekni/netverslun-a-islandi-2017-2019