Skip to main content

Er netverslunin þín að ná hámarksárangri?

By ágúst 16, 2019Blogg

Þú þarft að kunna skil á réttu aðferðunum til að bæta aðstöðu í viðskiptum

Er netverslunin þín að ná hámarksárangri í veröld þar sem samkeppnishæf heimsviðskipti ráða för?

Ef  þú ert ekki með stillingar sem breyta hverri nýrri heimsókn á síðuna og hverri nýrri færslu, þá er alltaf svigrúm til úrbóta. Með þetta að leiðarljósi höfum við tekið saman bestu ráð til að hámarka gæði rafrænna viðskipta, svo tryggja megi að viðskiptavinir þínir snúi sér aftur og aftur til þín. Þannig mun aðstaða þín batna og þú munt ná betri árangri.

Aukin sýnileiki

Markaðssetning netverslunar, hefur í seinni tíð þróast í átt að sérsniði fyrir notendur. Þú getur auðveldlega safnað vefgögnum og félagslegum mælingum frá vefsvæðinu þínu, greint margs konar gögn notenda í samræmi við hegðun þeirra á netinu og þú getur einnig séð hvað það er sem mesta athygli vekur af því sem þín netverslun hefur að bjóða.

Notendur hafa hvorki tíma né þolinmæði fyrir óviðeigandi efni

Farsælast er að nota aðlagaðar og sérsniðnar aðferðir, því hafa ber í huga að notendur hafa hvorki tíma né þolinmæði fyrir óviðeigandi efni. Sýnileiki og réttar áherslur eru lyklar að því að hámarka viðskiptahlutfall þitt.

Það er mögulegt að fela aðlögunaraðferðir á alla þætti vefsíðu þinnar, þar með taldar leiðsagnarstillingar og áfangasíður, allt miðast þá við vafravenjur tiltekinna notenda. Ekki hika við að feta í fótspor síðna eins og ASOS, sem notar fyrri hegðun til að meta hvaða áfangasíðu einstakir notendur fara á, til dæmis kvenfatnað eða karlmannsföt.

Ekki gleyma að nýta markaðsherferðir þínar í tölvupósti

Markaðssetningu á rafrænu formi lýkur ekki þegar notandi yfirgefur vefsíðuna þína. Ekki gleyma að nýta markaðsherferðir þínar í tölvupósti. Athugaðu þá hvort viðskiptavinir láta ekki vistaða hluti og vörur vera í körfunni sinni.

Bættu verðlagningu þína

Leiðin til að ákvarða verð, er einn af mikilvægu þáttunum fyrir markvissa þróun netverslunar þinnar. Í boði eru leiðir til að aðlaga verðlagningu með því að nota hönnunarleiðréttingar.

Nokkrar kenningar, byggðar á rannsóknum í taugalífeðlisfræði, benda til þess að með því að setja tvær svipaðar vörur saman á síðu, seljist meira af vörunni sem er á lægra verði, og þar af leiðandi virðast það vera betri kaup en ef sama vara er boðin án samanburðar.

Hvað eru „greiningarlömunaráhrif“?

Taktu tillit til svokallaðra „greiningarlömunaráhrifa“, það er að forðast að kaffæra notandann með miklum fjölda tiltækra valkosta.

Árangursríkasta leið verðsíðunnar að einstaklingnum er fólgin í einfaldleika. Bentu, engu að síður, á besta eða vinsælasta valkostinn þegar mögulegt er. Þetta er einnig áhrifarík leið til að auka sölu og flýta fyrir ákvarðanatöku viðskiptavina þinna.

Gerðu kaupin aðgengileg

Það er lykilatriði í netverslun að reyna að koma í veg fyrir að kaupandinn hætti við kaupin á greiðslustigi. Gakktu úr skugga um að hnappurinn „bæta í körfuna“ sé augljós og sýnilegur notendum, óháð því hvar þeir eru á síðunni þinni. Stattu vörð um aðgengið með skýrum aðgerðum sem hvetja viðskiptavini til að halda áfram þegar kemur að því að ganga frá kaupunum.

Fylgdu fordæmi Amazon!

Önnur árangursrík leið til að koma í veg fyrir að notendur fari af síðunni án kaupa, er að fylgja fordæmi Amazon og eyða öllum hugsanlegum truflunum af greiðslusíðunni. Þetta er lykilatriði því þar fer salan fram í raun og veru. Það er því áríðandi að ekki séu tafir eða óþarfa truflanir í þessu ferli.

Stuðlaðu að því að viðskiptavinir þínir haldi athyglinni í gegnum söluferlið. Eyddu öllum óþarfa en skildu eftir lögboðna hlekki sem tryggja rétt viðskipti og persónuverndarstefnu.

15 ára reynsla af vefsíðugerð, netverslun og stafrænni markaðssetningu

Það kostar mikla vinnu, sköpunarkraft og fjárfestingu að hámarka skilvirkni netverslunar þinnar. Engu að síður er miklu árangursríkara að bæta viðskiptin en að einblína á að auka umferð um síðuna. Allra Átta hefur 15 ára reynslu af netverslun, stafrænni markaðssetningu og neytendagreiningu á netinu.

Við getum stutt þig í öllum þáttum herferðar þinnar, allt frá stillingum, til þess að rekja gögn um sölu og viðskipti. Þú munt sjá hvaða árangri netverslun þín þarf að ná til að geta blómstrað.

Hvernig væri nú að hafa samband við okkur, til að fá frekari upplýsingar um hvernig þjónusta okkar laðar viðskiptavini að netverslun þinni?