Skip to main content

Hvað er leitarvélabestun?

By febrúar 18, 2019mars 13th, 2019Blogg

Hvað er leitarvélabestun?

Leitarvélabestun (e. Search engine optimization, SEO) er listin og vísindin að baki því að draga umferð netnotenda á vefsíðuna þína fyrir milligöngu leitarvéla.

Af hverju er SEO mikilvægt?

Í stuttu máli: leit á Netinu er MIKILVÆG uppspretta netumferðar og þar kemur Leitarvélabestun sterk inn.

Nærri því 60% of allri umferð á Netinu hefst með leit á Google. Með því að bæta við umferð frá öðrum vinsælum leitarvélum (eins og Bing, Yahoo og YouTube) á 70.6% allar umferð á Netinu upphaf hjá leitarvélum.

Setjum upp dæmi til að útskýra mikilvægi Leitarvélabestunar ( SEO )

Segjum svo að þú rekir bílaleigu á Íslandi og viljir auglýsa þjónustu þína meðal útlendinga sem hingað koma og viljir nota leitarorðið „Car rental Iceland“. Það fær upp um 80.000 niðurstöður á Google og berjast þessar 80.000 niðurstöður um minn fjölda tilvonandi viðskiptavini.

Segjum að 100.000 útlendingar leiti að bílaleigubíl á Íslandi á mánuði og þannig má ætla, með það í huga að efsta niðurstaðan á Google leiðir til um 20% allra smellna (e. click), að líklegt sé að 20.000 aðilar (einstaklingar eða fyrirtæki) muni smella á vefslóð fyrirtækis þíns, sé það efst í leitinni. Almennt er reynslan sú að þeir sem leita að vöru og þjónustu fara ekki langt niður, sumir aðeins fjórar til fimm vefsíður í mesta lagi, aðrir að hámarki fyrstu niðurstöðusíðu. Því skiptir miklu máli að vefsíðan þín sé leitarvélabestuð, þ.e. leitarvélavæn og „skori“ hátt þegar Google metur hvaða vefsíður svara best spurningu eða leitarorðum viðkomandi aðila út frá ákveðnu algrími (e. algorithm) eða reikniforskrift.

Hafir þú sterka vefsíðu sem fellur að reikniforskrift Google geturðu „skorað“ hátt í mörgum leitarorðum og vakið þannig athygli fjölda fólks á vöru þinni og þjónustu. Einnig geturðu keypt auglýsingar, til dæmis með því að greiða ákveðna fjárhæð fyrir hvern smell sem kemur á vefsíðu þína frá leitarvél Google eða annarra svipaðra leitarvéla eða treyst á að vanda síðuna það vel að hún „skori“ hátt með helstu leitarorðum hennar í eðlilegum niðurstöðum Google.

Eðlilegar niðurstöður eða keyptar niðurstöður

Niðurstöðusíður leitarvéla skiptast í tvo mismunandi þætti. Annars vegar eru eðlilegar niðurstöður eftir mikilvægi (e. organic search results) og hins vegar keyptar niðurstöður (e. paid results). Þegar leitarvélabestun er unnin á vef, þá er verið að vinna í að vefurinn finnist „náttúrulega“.

Eðlilegar niðurstöður eftir mikilvægi

Eðlilegar niðurstöður eftir mikilvægi (eða einungis „eðlilegar“ niðurstöður) eru niðurstöður sem helgast algjörlega af því hversu góð og mikilvæg vefsíðan þín er í ljósi umbeðinna upplýsinga.

Með öðrum orðum, þarna geturðu hvorki borgað Google né öðrum leitarvélum fyrir að vekja á þér athygli og „skora“ hærra. Vefsíðan þín verður að vera í lagi og ná saman við niðurstöðuforsendur leitarvélarinnar.

Leitarvélar flokka eðlilegar niðurstöður á grunni hundruða flokkunarþátta af ýmsum toga en í stuttu máli má almennt segja að Google meti eðlilegar niðurstöður á því sem mest varðar leitarorðin, helst traustvekjandi og hafa mest fram að færa um viðeigandi efni á vefsetri eða vefsíðu.

Mikilvægast er að hafa í huga að þegar við tölum um leitarvélabestun ( SEO ) höfum við einmitt „eðlilegar niðurstöður eftir mikilvægi“ í huga.

Keyptar niðurstöður

Keyptar niðurstöður eru auglýsingar sem birtast efst á síðunni fyrir ofan eðlilegu niðurstöðurnar eða fyrir neðan þær í sumum tilvikum.

Keyptar auglýsingar eru algjörlega óháðar eðlilegu niðurstöðunum þar sem auglýsendur í keyptu niðurstöðunum er „raðað niður“ eftir því hve miklu þeir eru tilbúnir að kosta til fyrir hvern áslátt frá hverjum gesti í tengslum við ákveðnar leitarniðurstöður (kallað „Auglýsing þar sem greitt er eftir smellufjölda“ eða á ensku „Pay Per Click Advertising“). Ekki má gleyma því að keyptar niðurstöður eru jákvæðar fyrir leitarvélabestun á heimasíðu.

Hvernig leitarvélar vinna

Þegar þú leitar eftir einhverju á Google (eða í hvaða leitarvél sem er) vinnur algrím í rauntíma við að færa þér þær niðurstöður sem leitarvélin telur vera „bestar“.

Nánar tiltekið, Google skannar hundraða milljarða atriðisorðaskráa sem leitarvélin býr yfir í því skyni að finna þær niðurstöður sem hún telur að svari best leitarbeiðni þinni..

Hvernig ákvarðar þá Google hvaða niðurstöður eru „bestar“?

Jafnvel þó að Google opinberi ekki ítarlega um innri verkanir algríms þess við vitum þó, vegna einkaleyfa og yfirlýsinga sem Google hefur innt af hendi, tengt leitarvélabestun, að vefsíður eru metnar og flokkaðar á grunni eftirfarandi þátta:

1 – Mikilvægi

Ef þú leitar eftir „uppskrifir að súkkulaðibitasmákökum“ þá viltu ekki fá upp vefsíður þar sem jeppadekk eru seld. Það merkir að Google leitar einkum og sér í lagi að vefsíðum sem eru nátengdar lykilorði þínu.

Google flokkar þó ekki einfaldlega „mikilvægustu síður efst“ því að þúsundir (eða jafnvel milljónir) viðeigandi vefsíða eru til fyrir hvert leitarorð. Til dæmis má nefna að leitarorðið „smákökuuppskriftir“ gefur af sér 349 milljónir leitarniðurstaðna á Google. Til að setja niðurstöðurnar í röð sem best kemur út á toppnum er byggt á þremur öðrum algrímsþáttum:

2 – Heimildargildi

Heimildargildi er nákvæmlega eins og það hljómar: þetta er leið Google til að ákvarða hvort upplýsingarnar á vefsíðunni séu réttar og áreiðanlegar.

Spurningin er: hvernig veit Google hvort vefsíðan sé með gott heimildargildi? Leitarvélin horfir til fjölda annarra vefsíðna sem vísa („linka“) á þá síðu: ( Tenglar frá öðrum síðum eru kallaðir „baktenglar“ (e. backlinks ). Backlinks skiptir því miklu máli við leitarvélabestun á vefsíðum.

Almennt má segja að vefsíðan „skori“ betur eftir því hve margar aðrar síður benda á hana með tenglum. Reyndar skar Google sig úr frá eldri leitarvélum, eins og Yahoo, í hæfni sinni við að meta heimildargildi með því að lesa baktengla.

3 – Nytsamleiki

Efnisinnihald getur verið viðkomandi og með ríkt heimildargildi en sé það ekki nytsamlegt mun Google ekki setja þá vefsíðu efst á listann í leitarniðurstöðum.

Google hefur reyndar lýst því yfir að gert er upp á milli síðna eftir því hvort efnisinnihald þeirra sé „hágæðaefni“ eða „nytsamlegt“. Segjum til dæmis að þú leitir að „forsögulegt mataræði“ (e. Paleo diet) en með slíkum kúr er reynt að hverfa aftur til upprunalegs mataræðis mannsins.

Fyrsta niðurstaðan sem þú munt slá á („niðurstaða A“) er rituð af mesta sérfræðingi heims í forsögulegu mataræði vegna þess að vefsíðan hefur svo mikið gæðaefni fram að færa að margar aðrar síður vísa á hana með tenglum. Efnið er þó jafnvel illa sett upp og fullt af fræðislettum sem venjulegt fólk skilur ekki.

Á hinn bóginn mætti nefna aðrar niðurstöður („niðurstöður B“) til mótvægis. Innihald á þeirri síðu er ritað af einstaklingi sem er tiltölulega nýbyrjaður að haga mataræði sínu á forsögulegan hátt. Vefsíða viðkomandi hefur ekki nærri því eins marga baktengla.

Efnisinntak síðunnar er vel skipulagt og sett fram á í ólíkum efnisflokkum, ásamt því að vera skrifað á mannamáli sem hver og einn getur skilið: Vefsíða þessi ætti að „skora“ hátt á „nytsamleikaskalanum“. Jafnvel þó „niðurstaða B“ byggi ekki á eins miklu efnislegu trausti og „niðurstaða A“ mun hún engu að síður ná góðu sæti á niðurstöðusíðum Google. ( Hún gæti jafnvel náð HÆRRA sæti en „niðurstaða A“ )

Google mælir nytsamleika að stærstum hluta á grunni „merkja um reynslu notenda“ af síðunni. 

Með öðrum orðum: nytsamleikamatið er byggt á því hvernig samskipti notendur hafa við leitarniðurstöðurnar. Sjái Google að fólki líkar mjög vel við ákveðnar leitarniðurstöður mun leitarvélin hlaða undir þær. Nytsamleiki efnis skiptir því miklu máli þegar kemur að leitarvélabestun.

Tveir lykilþættir leitarvélabestunar

Leitarvélabestun á síðunni sjálfri (e. On-Page SEO)

Leitarvélabestun á síðunni sjálfri hefur það markmið að tryggja að Google finni vefsíðurnar þínar og að þær „skori“ hátt á í leitarniðurstöðunum. Það felur einnig í sér að hafa viðeigandi, ítarlegt og nytsamlegt efnisinnihald fyrir þau leitarorð sem þú setur fram og leitar svara við.

Leitarvélabestun utan síðunnar (e. Off-Page SEO)

Þessi þáttur snýr að því að fá aðrar vefsíður til að nefna (og setja tengil á) vefsíður þínar. Áhersla leitarvélabestunar utan síðunnar er að ná fram baktenglum við vefsíðuna þína (þekkt sem „uppbygging tenglasafns“ (e. link building).

Númer #1 heilræði mitt fyrir leitarvélabestun vefsíðna

Stofnaðu vefsíðu um eitthvað sem þér þykir vænt um og hefur áhuga á. Leitarvélar eru hannaðar til að mæla mismunandi merki sem koma fram á vefnum svo að hægt sé að finna vefsíður sem fólki líkar vel við! Hjálpaðu Google við þetta með því að setja fram þessi merki af alvöru og í einlægni en ekki til þess eins að vekja athygli á þér eða síðunni.


Umsögn viðskiptavinar

Við hjá Félagsbústöðum endurnýjuðum heimasíðuna okkar og leituðum lengi að góðum aðila til að vinna það með okkur. Allra Átta kom best út úr þeirri leit, og hafa staðið vel undir því. Mæli eindregið með Allra Átta. – Gunnar / Félagsbústaðir

Meira um Leitarvélabestun