Steingrímur Gústafsson
PARKI
Okkar lang bestu auglýsinginar eru alltaf jákvæðar umsagnir viðskiptavina okkar
PARKI
Parki fór í það verkefni að uppfæra heimasíðu sína og fékk til þess Allra Átta. Jón Trausti kom og hitti okkur og fór yfir stöðuna. Í kjölfarið hófst vinna við vefinn og alls konar pælingar og hugmyndir komu upp. Að lokum varð úr glæsilegur vefur þar sem fólk getur skoðað hverja vöru fyrir sig, hannað sitt eigið parket og haft beint samband við sölumann og fengið tilboð.
Jón Trausti veitti okkur góða þjónustu, var fljótur að bregðast við og gerði það vel. Einnig kom hann oft með góðar hugmyndir að breytingum og skemmtilegum útfærslum sem gera vefinn lifandi og skemmtilegan. Parka teymið er gríðarlega ánægt með útkomuna og þökkum við Jóni Trausta fyrir gott samstarf.
Við þökkum Áttunni fyrir samstarfið og ráðleggingar við þetta verkefni.
Það var ánægjulegt að vinna með Parka. Við verðum saman þarfagreiningu strax í byrjun og þar kom fram að það var löngu orðið tímabært að uppfæra vefsíðuna og smíða nýja snjallvæna vefsíðu með góð vörukerfi. Vefsíðugerðin gekk vel og tóku starfsmenn Parka virkan þátt í öllu ferlinu.
Vörukerfið var sett þannig upp að einfalt væri að finna alla vöruflokka og eins hægt að fá yfirlit yfir allar vörur í einum vöruflokk með einum smell. Eins var sett upp einfalt fyrirspurnarform sem sannaði sig strax því á fyrstu 2 vikum eftir að vefsíðan fór í loftið komu ca 30 fyrirspurnir gegnum formið. Skipulag veftrés og hönnun vörukerfis virðist hafa heppnast ansi vel því strax á fyrstu dögum eftir að nýja vefsíðan fór í loftið var fólk utan að landi byrjað að hafa samband og kaupa vörur sem það hafði fundið á nýju vefsíðunni.
Eins og aðrir góðir vefir, þá var þessi vefur forritaður með WordPress vefumsjónarkerfi og er því 100% snjallvænn og virkar flott á öllum helstu snjalltækjum. Vefsíðugerð með WordPress gerir starfsfólki Parka mögulegt að uppfæra vefsíðuna með einföldu viðmóti.
Um leið og vefsíðan fór í loftið var strax mikil ánægja viðskiptavina og eins starfsmanna Parka, enda mikil breyting til hins betra frá eldri vefsíðu. Okkur sýnist að þarfir viðskiptavinar hafi svo sannarlega verið uppfylltar. Ef okkar viðskiptavinir eru ánægðir þá erum við ánægð 🙂
Allra Átta þakkar Parka fyrir ánægjulegt samstarf og við óskum Parka innilega til hamingju með nýja vefinn.
Opið alla virka daga 9:00-17:00
Við leituðum lengi að góðum aðila til að vinna það með okkur, Allra Átta kom best út úr þeirri leit, og hafa staðið vel undir því. Mæli eindregið með Allra Átta. - Gunnar / Félagsbústaðir
Við hjá Alvín erum mjög ánægð með frábæra þjónustu og flotta heimasíðu sem vekur athygli hérlendis sem og erlendis. Gott að vinna með þessum fagmönnum. - Emma Holm / Alvín ehf
Þjónustuskrifstofa SIGL hefur skipt við Allra Átta í mörg ár sem segir sína sögu. Við erum mjög sátt! - Margrét / SIGL
Mæli hiklaust með Jóni Trausta og þeim hjá Allra Átta. - Guðmundur / Stígandi
Við hjá Icetransport mælum eindregið með Allra Átta þegar kemur að vefsíðugerð. - Logi / Icetransport
VEGIR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA