Umsögn viðskiptavinar

Okkar lang bestu auglýsinginar eru alltaf jákvæðar umsagnir viðskiptavina okkar

Steingrímur Gústafsson

PARKI

    

„Góðar hugmyndir“

Parki fór í það verkefni að uppfæra heimasíðu sína og fékk til þess Allra Átta. Jón Trausti kom og hitti okkur og fór yfir stöðuna. Í kjölfarið hófst vinna við vefinn og alls konar pælingar og hugmyndir komu upp. Að lokum varð úr glæsilegur vefur þar sem fólk getur skoðað hverja vöru fyrir sig, hannað sitt eigið parket og haft beint samband við sölumann og fengið tilboð.

Jón Trausti veitti okkur góða þjónustu, var fljótur að bregðast við og gerði það vel. Einnig kom hann oft með góðar hugmyndir að breytingum og skemmtilegum útfærslum sem gera vefinn lifandi og skemmtilegan. Parka teymið er gríðarlega ánægt með útkomuna og þökkum við Jóni Trausta fyrir gott samstarf.

Við þökkum Áttunni fyrir samstarfið og ráðleggingar við þetta verkefni.