Umsögn viðskiptavinar

Okkar lang bestu auglýsinginar eru alltaf jákvæðar umsagnir viðskiptavina okkar

Felix Gylfason

UMSLAG

    

„4 ár með Allra Átta“

Við hjá Umslagi höfum verið í samstarfi í rúm 4 ár með Allra Átta og hefur það reynst okkur vel.

Word Press kerfið er þægilegt og fljótt hægt að bregðast við breytingum sem þarf að gera. Jón Trausti er fljótur til svara og tekur fljótt á þeim breytingum sem við vildum gera.

Sá pakki sem við erum með hjá Allra Átta veitir okkur aðgang að ráðgjöf upp að 2 tímum í mánuði og erum við því alltaf með puttann á púlsinum.

Síðasta uppfærsla var töluverð hjá okkur og er vefsíðan okkar nú meira lifandi með myndbandi á forsíðu og einnig settum við upp netverslun á mettíma og var unnið löngum kvöldum til að koma þessu á koppinn.

Einnig settum við upp síðu á ensku með áherslu á leitarorð fyrir okkar þjónustu og fundum við sérstaklega fyrir aukningu á fyrirspurnum sem komu í genum þá síðu.

Við mælum eindregið með Allra Átta.