Felix Gylfason
UMSLAG
Okkar lang bestu auglýsinginar eru alltaf jákvæðar umsagnir viðskiptavina okkar
UMSLAG
Við hjá Umslagi höfum verið í samstarfi í rúm 4 ár með Allra Átta og hefur það reynst okkur vel.
Word Press kerfið er þægilegt og fljótt hægt að bregðast við breytingum sem þarf að gera. Jón Trausti er fljótur til svara og tekur fljótt á þeim breytingum sem við vildum gera.
Sá pakki sem við erum með hjá Allra Átta veitir okkur aðgang að ráðgjöf upp að 2 tímum í mánuði og erum við því alltaf með puttann á púlsinum.
Síðasta uppfærsla var töluverð hjá okkur og er vefsíðan okkar nú meira lifandi með myndbandi á forsíðu og einnig settum við upp netverslun á mettíma og var unnið löngum kvöldum til að koma þessu á koppinn.
Einnig settum við upp síðu á ensku með áherslu á leitarorð fyrir okkar þjónustu og fundum við sérstaklega fyrir aukningu á fyrirspurnum sem komu í genum þá síðu.
Við mælum eindregið með Allra Átta.
Vefsíðugerð fyrir Umslag var hressandi í alla staði, enda mjög lifandi og listfengið fólk sem þar starfar. Í þarfagreiningu kom í ljós að einfalda þurfti eldri vef til muna og gera nýjan vef sem á að vera fallegur og myndrænn. Eins þurfti nýji vefurinn að virka vel á öllum helstu snjalltækjum. Samstarfið gekk vel, að vanda og tók starfsfólk Umslags virkann þátt öllu ferlinu.
Þessi vefur var smíðaður í tveimur áföngum. Fyrst var vefsíðan smíðuð og svo var ráðist í það skemmtilega verkefni, korter í jól að setja upp netverslun og kortahönnunarkerfi. Þannig gætu viðskiptavinir Umslag í fyrsta skipti hannað sín eigin jólakort sem Umslag prentar svo út. Verkefnið var nokkuð flókið en lukkaðist þó vel að lokum. Hönnunarkerfið hefur ýmsa skemmtilega „fídusa“ og sem dæmi er hægt að hengja viðhengi ( excel skjal ) með keyptum kortum. Þannig getur Umslag einnig prentað nöfn og heimilisföng viðtakenda beint á umslögin.
Eins og aðrir góðir vefir, þá var þessi vefur smíðaður með WordPress vefumsjónarkerfi og er því 100% snjallvænn. Vefurinn virkar flott á öllum helstu snjalltækjum og var netverslunarkerfið WooCommerce notað sem netverslun, en það tengist beint við hönnunarkerfi vefsins. Þessi vefsíðugerð lukkaðist bara nokkuð vel og vefurinn þjónar nú fyrirtækjum og einstaklingum með príði.
Vefsíðan sjálf hefur löngu sannað gildi sitt, bæði íslenska og enska útgáfan. Þegar svo netverslunar-korta-hönnunarkerfið fór í gang, korter í jól, þá gekk það svo vel að jólakorta pantanir milli ára rúmlega tvöfölduðust. Það er því ekki hægt að segja annað en að þessi vefur Umslag hafi slegið í gegn!
Allra Átta þakkar starfsfólki Umslag fyrir skemmtilegt samstarf 😉
Opið alla virka daga 9:00-17:00
Við leituðum lengi að góðum aðila til að vinna það með okkur, Allra Átta kom best út úr þeirri leit, og hafa staðið vel undir því. Mæli eindregið með Allra Átta. - Gunnar / Félagsbústaðir
Við hjá Alvín erum mjög ánægð með frábæra þjónustu og flotta heimasíðu sem vekur athygli hérlendis sem og erlendis. Gott að vinna með þessum fagmönnum. - Emma Holm / Alvín ehf
Þjónustuskrifstofa SIGL hefur skipt við Allra Átta í mörg ár sem segir sína sögu. Við erum mjög sátt! - Margrét / SIGL
Mæli hiklaust með Jóni Trausta og þeim hjá Allra Átta. - Guðmundur / Stígandi
Við hjá Icetransport mælum eindregið með Allra Átta þegar kemur að vefsíðugerð. - Logi / Icetransport
VEGIR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA